Innlent

Þorgerður hlaut 80,6% atkvæða í varaformanninn

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins með 80,6% greiddra atkvæða fyrir stundu. Alls greiddu 1618 atkvæði. Auðir seðlar voru 92 og ógildir 9.

Hún þakkað fyrir þann gríðarlega góða stuðning sem hún hlaut í embætti varaformanns stærstu og lýðræðislegustu hreyfingar landsins.

Hún notaði einnig tækifærið til þess að óska nýjum formanni innilega tilhamingju með kjörið og sagði að allir þyrftu að fara út af fundinum með þann kraft sem þar væri.

„Við verðum að klára þetta dæmi Bjarni," sagði Þorgerður.

Það er því ljóst að formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins koma bæði úr sama kjördæmi en þau skipa fysta og annað sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi.

Þorgerður hafði lýst yfir framboði fyrir nokkru síðan en í gær lýstu tveir aðilar einnig yfir framboði. Það voru þeir Loftur Altice Þorsteinsson og Halldór Gunnarsson.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×