Innlent

Kristján Þór líklega í formannsframboð

Kristján Þór Júlíusson mun taka formannsslaginn.
Kristján Þór Júlíusson mun taka formannsslaginn.

Heimildarmenn Vísis innan úr Sjálfstæðisflokknum segja að þeir búist við þvi að Kristján Þór Júlíusson muni bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins um næstu helgi.

Þrýst hefur verið á Kristján undanfarna daga að bjóða sig fram og mun sá þrýstingur hafa aukist til muna eftir að viðtal við Bjarna Benediktsson birtist í Fréttablaðinu í gær.

Bjarni er sá eini sem tilkynnt hefur um framboð til formanns en ummæli hans í Fréttablaðinu um Evrópusambandið og afnám verðtryggingar féllu í grýttan jarðveg hjá ákveðnum hópi flokksmanna. Kristján Þór mun tilkynna um ákvörðun sína klukkan 16:15 í dag.

Það verður þá í fyrsta skiptið sem tekist verður á um formannsembætti Sjálfstæðisflokksins síðan 1991 eða í átján ár.






Tengdar fréttir

Kristján Þór hugsanlega í formannsslag

Sjálfstæðismaðurinn og þingmaður Norðausturkjördæmis, Kristján Þór Júlíusson hefur boðað til blaðamannafundar á Akureyri í dag þar sem hann mun kynna áform sín um forystukjör í Sjálfstæðisflokknum, eins og hann orðar það í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×