Ánægja í herbúðum Toyota 29. september 2009 08:03 Timo Glock fagnar félögum sínum hjá Toyota í Singapúr á sunnudaginn. mynd: Getty Images Toyota liðið náði sínum besta árangri á þessu ári í Singapúr um helgina þegar Timo Glock kom annar í endamark á eftir Lewis Hamilton á McLaren. Liðið hefur verið sjö ár í Formúlu 1 og markmiðið var að landa sigri fyrir mörgum árum síðan, en þrátt fyrir mikið fjárstreymi hefur það ekki gengið eftir. Japanskir forstjórar hafa ósjaldan látið í sér heyra og vilja betri árangur. "Það er engin pressa á okkur núna, en þessi árangur þjappar liðinu saman. Við kepptum til sigurs og við höfum trú á að við getum unnið einn daginn", sagði John Howett yfirmaður Formúlu 1liðs Toyota. Liðið er staðsett í Köln í Þýskalandi. "Við höfum rætt við stjóranna í Japan og hvernig bæta megi gengi liðsins fyrir næsta ár. Það er hefð innan Toyota að líta fram veginn. Við höfum ekkert ákveðið enn með ökumenn fyrir næsta ár, en erum opnir fyrir Timo Glock." Ljóst þykir að Jarno Trulli verður ekki með liðinu á næsta ári, en fjöldi nýrra liða mun setja svip sinn á Formúlu 1 2010 og Trulli ætti að komast að hjá öðru keppnisliði. Toyota keppir á heimavelli í Japan um helgina og mætir á Suzuka brautina sem ekki hefur verið notuð síðan 2007. Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Toyota liðið náði sínum besta árangri á þessu ári í Singapúr um helgina þegar Timo Glock kom annar í endamark á eftir Lewis Hamilton á McLaren. Liðið hefur verið sjö ár í Formúlu 1 og markmiðið var að landa sigri fyrir mörgum árum síðan, en þrátt fyrir mikið fjárstreymi hefur það ekki gengið eftir. Japanskir forstjórar hafa ósjaldan látið í sér heyra og vilja betri árangur. "Það er engin pressa á okkur núna, en þessi árangur þjappar liðinu saman. Við kepptum til sigurs og við höfum trú á að við getum unnið einn daginn", sagði John Howett yfirmaður Formúlu 1liðs Toyota. Liðið er staðsett í Köln í Þýskalandi. "Við höfum rætt við stjóranna í Japan og hvernig bæta megi gengi liðsins fyrir næsta ár. Það er hefð innan Toyota að líta fram veginn. Við höfum ekkert ákveðið enn með ökumenn fyrir næsta ár, en erum opnir fyrir Timo Glock." Ljóst þykir að Jarno Trulli verður ekki með liðinu á næsta ári, en fjöldi nýrra liða mun setja svip sinn á Formúlu 1 2010 og Trulli ætti að komast að hjá öðru keppnisliði. Toyota keppir á heimavelli í Japan um helgina og mætir á Suzuka brautina sem ekki hefur verið notuð síðan 2007.
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira