Borgarísjakinn sem sökkti Íslandi á leið til Bretlands 23. janúar 2009 10:56 „Hlutir í félaginu Gordon Brown (Titanic) Enterprises Ltd eru í frjálsu falli eftir því sem skuldirnar aukast og björgunarbátar atvinnumiðlana fyllast. Dekkið er fullt af bankamönnum á flótta frá City (eða Reykjavik-on-Times). Sumir segja að borgarísjakinn sem sökkti Íslandi sé á leiðinni hingað tilbúin að sökkva okkur með eitruðum skuldum sem liggja undir vatnsyfirborðinu." Svona hefst grein dálkahöfundarins Camilla Cavendish hjá breska blaðinu The Times en fyrirsögn greinarinnar er „Björgunarskip Brown er á leiðinni í strand". Cavendish telur líkur á að Bretland þurfi að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og yrði það ekki í fyrsta sinn í sögunni. En það sem kemur Cavendish verulega á óvart er hversu lík örlög Íslands og Bretlands eru í fjármálakreppunni. Ísland féll þar sem skuldasöfnunin fór langt fram úr getu landsins til að endurgreiða skuldirnar. Skuldir heimila á Íslandi eru nú 200% af landsframleiðslu landsins. Í Bretlandi er þetta hlutfall komið í 170%. Efnahagsreikningur íslensku bankanna var orðin margföld landsframleiðslan og skuldir þeirra námu sexfaldri landsframleiðslu. Efnahagsreikningur bresku bankanna er nú á við þrefalda landsframleiðslu landsins. Cavendish segir að eignir bresku bankanna séu ekki verðlausar nema síður sé. En tap geri fjárfesta óttaslegan. Og í vikunni tilkynnti Royal Bank of Scotland um stærsta tap í sögu breskra fyrirtækja. Illvíg hringekja sé komin í gang. Breska pundið fellur og þar með fer skuldastaðan versnandi. Og þar sem skuldastaðan versnar falla hlutir í bönkunum í verði. „En Bretland er ekki Ísland. Ísland er á stærð við Coventry. Bretland er fimmta stærsta hagkerfi heimsins. Og pundið er enn gjaldmiðill sem fólk vill kaupa þrátt fyrir aðgerðir spákaupmanna," segir Cavendish og tekur fram að hið eina sem getur í raun fellt Bretland sé ofsahræðsla.Og því er undarlegt að Gordon Brown virðist vera að spila fjármálakreppuna eins og hann spilar allt annað, það er með skammtíma pólitíska hagsmuni í huga. Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
„Hlutir í félaginu Gordon Brown (Titanic) Enterprises Ltd eru í frjálsu falli eftir því sem skuldirnar aukast og björgunarbátar atvinnumiðlana fyllast. Dekkið er fullt af bankamönnum á flótta frá City (eða Reykjavik-on-Times). Sumir segja að borgarísjakinn sem sökkti Íslandi sé á leiðinni hingað tilbúin að sökkva okkur með eitruðum skuldum sem liggja undir vatnsyfirborðinu." Svona hefst grein dálkahöfundarins Camilla Cavendish hjá breska blaðinu The Times en fyrirsögn greinarinnar er „Björgunarskip Brown er á leiðinni í strand". Cavendish telur líkur á að Bretland þurfi að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og yrði það ekki í fyrsta sinn í sögunni. En það sem kemur Cavendish verulega á óvart er hversu lík örlög Íslands og Bretlands eru í fjármálakreppunni. Ísland féll þar sem skuldasöfnunin fór langt fram úr getu landsins til að endurgreiða skuldirnar. Skuldir heimila á Íslandi eru nú 200% af landsframleiðslu landsins. Í Bretlandi er þetta hlutfall komið í 170%. Efnahagsreikningur íslensku bankanna var orðin margföld landsframleiðslan og skuldir þeirra námu sexfaldri landsframleiðslu. Efnahagsreikningur bresku bankanna er nú á við þrefalda landsframleiðslu landsins. Cavendish segir að eignir bresku bankanna séu ekki verðlausar nema síður sé. En tap geri fjárfesta óttaslegan. Og í vikunni tilkynnti Royal Bank of Scotland um stærsta tap í sögu breskra fyrirtækja. Illvíg hringekja sé komin í gang. Breska pundið fellur og þar með fer skuldastaðan versnandi. Og þar sem skuldastaðan versnar falla hlutir í bönkunum í verði. „En Bretland er ekki Ísland. Ísland er á stærð við Coventry. Bretland er fimmta stærsta hagkerfi heimsins. Og pundið er enn gjaldmiðill sem fólk vill kaupa þrátt fyrir aðgerðir spákaupmanna," segir Cavendish og tekur fram að hið eina sem getur í raun fellt Bretland sé ofsahræðsla.Og því er undarlegt að Gordon Brown virðist vera að spila fjármálakreppuna eins og hann spilar allt annað, það er með skammtíma pólitíska hagsmuni í huga.
Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira