Borgarísjakinn sem sökkti Íslandi á leið til Bretlands 23. janúar 2009 10:56 „Hlutir í félaginu Gordon Brown (Titanic) Enterprises Ltd eru í frjálsu falli eftir því sem skuldirnar aukast og björgunarbátar atvinnumiðlana fyllast. Dekkið er fullt af bankamönnum á flótta frá City (eða Reykjavik-on-Times). Sumir segja að borgarísjakinn sem sökkti Íslandi sé á leiðinni hingað tilbúin að sökkva okkur með eitruðum skuldum sem liggja undir vatnsyfirborðinu." Svona hefst grein dálkahöfundarins Camilla Cavendish hjá breska blaðinu The Times en fyrirsögn greinarinnar er „Björgunarskip Brown er á leiðinni í strand". Cavendish telur líkur á að Bretland þurfi að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og yrði það ekki í fyrsta sinn í sögunni. En það sem kemur Cavendish verulega á óvart er hversu lík örlög Íslands og Bretlands eru í fjármálakreppunni. Ísland féll þar sem skuldasöfnunin fór langt fram úr getu landsins til að endurgreiða skuldirnar. Skuldir heimila á Íslandi eru nú 200% af landsframleiðslu landsins. Í Bretlandi er þetta hlutfall komið í 170%. Efnahagsreikningur íslensku bankanna var orðin margföld landsframleiðslan og skuldir þeirra námu sexfaldri landsframleiðslu. Efnahagsreikningur bresku bankanna er nú á við þrefalda landsframleiðslu landsins. Cavendish segir að eignir bresku bankanna séu ekki verðlausar nema síður sé. En tap geri fjárfesta óttaslegan. Og í vikunni tilkynnti Royal Bank of Scotland um stærsta tap í sögu breskra fyrirtækja. Illvíg hringekja sé komin í gang. Breska pundið fellur og þar með fer skuldastaðan versnandi. Og þar sem skuldastaðan versnar falla hlutir í bönkunum í verði. „En Bretland er ekki Ísland. Ísland er á stærð við Coventry. Bretland er fimmta stærsta hagkerfi heimsins. Og pundið er enn gjaldmiðill sem fólk vill kaupa þrátt fyrir aðgerðir spákaupmanna," segir Cavendish og tekur fram að hið eina sem getur í raun fellt Bretland sé ofsahræðsla.Og því er undarlegt að Gordon Brown virðist vera að spila fjármálakreppuna eins og hann spilar allt annað, það er með skammtíma pólitíska hagsmuni í huga. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
„Hlutir í félaginu Gordon Brown (Titanic) Enterprises Ltd eru í frjálsu falli eftir því sem skuldirnar aukast og björgunarbátar atvinnumiðlana fyllast. Dekkið er fullt af bankamönnum á flótta frá City (eða Reykjavik-on-Times). Sumir segja að borgarísjakinn sem sökkti Íslandi sé á leiðinni hingað tilbúin að sökkva okkur með eitruðum skuldum sem liggja undir vatnsyfirborðinu." Svona hefst grein dálkahöfundarins Camilla Cavendish hjá breska blaðinu The Times en fyrirsögn greinarinnar er „Björgunarskip Brown er á leiðinni í strand". Cavendish telur líkur á að Bretland þurfi að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og yrði það ekki í fyrsta sinn í sögunni. En það sem kemur Cavendish verulega á óvart er hversu lík örlög Íslands og Bretlands eru í fjármálakreppunni. Ísland féll þar sem skuldasöfnunin fór langt fram úr getu landsins til að endurgreiða skuldirnar. Skuldir heimila á Íslandi eru nú 200% af landsframleiðslu landsins. Í Bretlandi er þetta hlutfall komið í 170%. Efnahagsreikningur íslensku bankanna var orðin margföld landsframleiðslan og skuldir þeirra námu sexfaldri landsframleiðslu. Efnahagsreikningur bresku bankanna er nú á við þrefalda landsframleiðslu landsins. Cavendish segir að eignir bresku bankanna séu ekki verðlausar nema síður sé. En tap geri fjárfesta óttaslegan. Og í vikunni tilkynnti Royal Bank of Scotland um stærsta tap í sögu breskra fyrirtækja. Illvíg hringekja sé komin í gang. Breska pundið fellur og þar með fer skuldastaðan versnandi. Og þar sem skuldastaðan versnar falla hlutir í bönkunum í verði. „En Bretland er ekki Ísland. Ísland er á stærð við Coventry. Bretland er fimmta stærsta hagkerfi heimsins. Og pundið er enn gjaldmiðill sem fólk vill kaupa þrátt fyrir aðgerðir spákaupmanna," segir Cavendish og tekur fram að hið eina sem getur í raun fellt Bretland sé ofsahræðsla.Og því er undarlegt að Gordon Brown virðist vera að spila fjármálakreppuna eins og hann spilar allt annað, það er með skammtíma pólitíska hagsmuni í huga.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira