Anna Margrét vill á þing fyrir Samfylkinguna 24. febrúar 2009 11:38 Anna Margrét Guðjónsdóttir, forstöðumaður skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga í Brussel. Anna Margrét Guðjónsdóttir, forstöðumaður skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga í Brussel, býður sig fram í 1.-3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Í tilkynningu segir að framboð hennar sé fyrst og fremst grundvallað á þeirri þekkingu og reynslu sem hún hefur af sveitarstjórnar- og byggðamálum bæði hér á landi og innan Evrópusambandsins. Anna Margrét hyggst beita sér sérstaklega fyrir eflingu atvinnulífs í dreifðari byggðum landsins og um leið bættri afkomu heimilanna. Hún hyggst jafnframt tala fyrir þeim margþættu tækifærum sem sveitarfélögum bjóðast á vettvangi Evrópusambandsins. „Ég tel gífurlega mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að horfa fram á veginn og hefja kröftugt uppbyggingarstarf nú þegar fremur en að hörfa til eldri umgjarðar fjármálaþjónustu og atvinnulífs. Við þurfum fyrst og síðast að skapa atvinnulífinu nýtt svigrúm og ný tækifæri til að nýta krafta þeirra fjölmörgu sem misst hafa vinnuna undanfarna mánuði. Við eigum að fara í opinberar og mannaflsfrekar framkvæmdir, aðstoða einstaklinga með góðar hugmyndir við að stofna fyrirtæki, þróa nýjar afurðir í matvælaframleiðslu með áherslu á gæði og hollustu, efla ferðaþjónustu sem byggir á náttúru, menningu og hreinni orku, byggja upp þekkingarmiðstöðvar þar sem við tengjum saman rannsóknir og framleiðslu, flytja út einstaka þekkingu okkar á ýmsum sviðum o.s.frv. Við eigum að horfa með opnum hug til annarra landa í leit að hugmyndum og samstarfsaðilum. Þannig styrkjum við sjálfsmynd okkar og ímynd þjóðarinnar erlendis," segir Anna Margrét.Hún hefur opnað vefsíðuna: www.annamargret.is Kosningar 2009 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Sjá meira
Anna Margrét Guðjónsdóttir, forstöðumaður skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga í Brussel, býður sig fram í 1.-3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Í tilkynningu segir að framboð hennar sé fyrst og fremst grundvallað á þeirri þekkingu og reynslu sem hún hefur af sveitarstjórnar- og byggðamálum bæði hér á landi og innan Evrópusambandsins. Anna Margrét hyggst beita sér sérstaklega fyrir eflingu atvinnulífs í dreifðari byggðum landsins og um leið bættri afkomu heimilanna. Hún hyggst jafnframt tala fyrir þeim margþættu tækifærum sem sveitarfélögum bjóðast á vettvangi Evrópusambandsins. „Ég tel gífurlega mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að horfa fram á veginn og hefja kröftugt uppbyggingarstarf nú þegar fremur en að hörfa til eldri umgjarðar fjármálaþjónustu og atvinnulífs. Við þurfum fyrst og síðast að skapa atvinnulífinu nýtt svigrúm og ný tækifæri til að nýta krafta þeirra fjölmörgu sem misst hafa vinnuna undanfarna mánuði. Við eigum að fara í opinberar og mannaflsfrekar framkvæmdir, aðstoða einstaklinga með góðar hugmyndir við að stofna fyrirtæki, þróa nýjar afurðir í matvælaframleiðslu með áherslu á gæði og hollustu, efla ferðaþjónustu sem byggir á náttúru, menningu og hreinni orku, byggja upp þekkingarmiðstöðvar þar sem við tengjum saman rannsóknir og framleiðslu, flytja út einstaka þekkingu okkar á ýmsum sviðum o.s.frv. Við eigum að horfa með opnum hug til annarra landa í leit að hugmyndum og samstarfsaðilum. Þannig styrkjum við sjálfsmynd okkar og ímynd þjóðarinnar erlendis," segir Anna Margrét.Hún hefur opnað vefsíðuna: www.annamargret.is
Kosningar 2009 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Sjá meira