Sport

Thelma gerði það gott á EM í kraftlyftingum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Thelma Ólafsdóttir.
Thelma Ólafsdóttir.

Breiðabliksstúlkan Thelma Ólafsdóttir stóð sig með miklum sóma á Evrópumeistaramóti unglingsstúlkna í kraftlyftingum.

Hún vann ein þrenn bronsverðlaun sem og ein silfurverðlaun. Thelma fékk silfur í bekkpressu og bronsin komu fyrir hnébeygju, réttstöðulyftu sem og í samanlögðum árangri.

Thelma lyfti 85 kg í bekkpressunni og 122,5 kg í réttstöðulyftu. Hún var svo með 317,5 kg í samanlögðum árangri.

Þetta var hennar fyrsta alþjóðamót og ljóst að árangurinn gefur vonir um frekari árangur hjá þessari efnilegu stelpu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×