Hvað um meðaljóninn? Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 26. febrúar 2009 06:00 Alltaf stal villingurinn í bekknum athyglinni. Í ofan á lag var honum svo hrósað í hástert ef hann slysaðist til að haga sér einu sinni vel. Enginn tók eftir meðaljóninum sem hagaði sér skikkanlega allan tíman. Ég óttast að í aðgerðapakkanum sem bjarga á heimilunum í kreppunni verði meðaljóninn enn útundan. Að þeir taki mestan skellinn sem spiluðu ekki rassinn úr buxunum, höfðu enga kaupréttarsamninga og standa þokkalega í skilum. Splæstu kannski í mesta lagi 20 tommu flatskjá. Framsókn viðraði um daginn hugmyndir um að húseignalán allra yrðu afskrifuð um 20 prósent. Ég geri mér enga grein fyrir hversu raunhæf slík aðgerð yrði en óneitanlega hljómaði hún vel í eyrum meðaljónsins. Viðskiptaráðherra leist hins vegar ekkert á þetta og sagði í frétt á Vísi.is þann 24. febrúar að „Ef öll lán væru afskrifuð um 20 prósent væri verið að rýra mjög eignir bankanna og kostnaðurinn við það væri mun meiri en hægt væri að réttlæta." Mér finnst hins vegar ekkert hægt að réttlæta þær byrðar sem á að leggja á almenning vegna framgöngu gömlu bankanna! Viðskiptaráðherra sagðist jafnframt í sömu frétt sjá fyrir sér „allmörg úrræði sem tækju tillit til stöðu hvers og eins en væru þó með almennum reglum. Í einhverjum tilvikum þurfi að afskrifa, stundum verði hægt að lengja í lánum og hugsanlega má beita vaxtabótum í þessu sambandi. Að lokum ítrekaði Gylfi að kraftar ríkisins verði að beinast að þeim sem mest þurfa á aðstoðinni að halda." Hvernig á að meta hverjir fái skuldir sínar afskrifaðar? Eru það þeir sem myntkörfulánin eru að sliga, eða þeir sem verðtryggingin er að sliga? Verður miðað við eitthvert lágmark milljóna sem viðkomandi skuldar eða verður miðað við hvort fyrirvinna heimilisins, hafi misst vinnuna eða „bara" þurft að taka á sig launalækkun? Verður miðað við hversu mörg börn eru á heimilinu og tekið tillit til mismunandi rekstrarkostnaðar við ungabörn eða unglinga? Nú vil ég ekki gera lítið úr vandræðum fjölda fólks. Ég geri mér fulla grein fyrir því að margir standa frammi fyrir gjaldþroti. Mér finnst hinsvegar ósanngjarnt ef einhverjir verða látnir róa þann þunga róður sem framundan er einsamlir og taka á sig álögur af völdum annarra, meðan aðrir fái skuldir sínar afskrifaðar. Hvers á hinn íslenski meðaljón að gjalda? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun
Alltaf stal villingurinn í bekknum athyglinni. Í ofan á lag var honum svo hrósað í hástert ef hann slysaðist til að haga sér einu sinni vel. Enginn tók eftir meðaljóninum sem hagaði sér skikkanlega allan tíman. Ég óttast að í aðgerðapakkanum sem bjarga á heimilunum í kreppunni verði meðaljóninn enn útundan. Að þeir taki mestan skellinn sem spiluðu ekki rassinn úr buxunum, höfðu enga kaupréttarsamninga og standa þokkalega í skilum. Splæstu kannski í mesta lagi 20 tommu flatskjá. Framsókn viðraði um daginn hugmyndir um að húseignalán allra yrðu afskrifuð um 20 prósent. Ég geri mér enga grein fyrir hversu raunhæf slík aðgerð yrði en óneitanlega hljómaði hún vel í eyrum meðaljónsins. Viðskiptaráðherra leist hins vegar ekkert á þetta og sagði í frétt á Vísi.is þann 24. febrúar að „Ef öll lán væru afskrifuð um 20 prósent væri verið að rýra mjög eignir bankanna og kostnaðurinn við það væri mun meiri en hægt væri að réttlæta." Mér finnst hins vegar ekkert hægt að réttlæta þær byrðar sem á að leggja á almenning vegna framgöngu gömlu bankanna! Viðskiptaráðherra sagðist jafnframt í sömu frétt sjá fyrir sér „allmörg úrræði sem tækju tillit til stöðu hvers og eins en væru þó með almennum reglum. Í einhverjum tilvikum þurfi að afskrifa, stundum verði hægt að lengja í lánum og hugsanlega má beita vaxtabótum í þessu sambandi. Að lokum ítrekaði Gylfi að kraftar ríkisins verði að beinast að þeim sem mest þurfa á aðstoðinni að halda." Hvernig á að meta hverjir fái skuldir sínar afskrifaðar? Eru það þeir sem myntkörfulánin eru að sliga, eða þeir sem verðtryggingin er að sliga? Verður miðað við eitthvert lágmark milljóna sem viðkomandi skuldar eða verður miðað við hvort fyrirvinna heimilisins, hafi misst vinnuna eða „bara" þurft að taka á sig launalækkun? Verður miðað við hversu mörg börn eru á heimilinu og tekið tillit til mismunandi rekstrarkostnaðar við ungabörn eða unglinga? Nú vil ég ekki gera lítið úr vandræðum fjölda fólks. Ég geri mér fulla grein fyrir því að margir standa frammi fyrir gjaldþroti. Mér finnst hinsvegar ósanngjarnt ef einhverjir verða látnir róa þann þunga róður sem framundan er einsamlir og taka á sig álögur af völdum annarra, meðan aðrir fái skuldir sínar afskrifaðar. Hvers á hinn íslenski meðaljón að gjalda?
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun