Stieg vinur minn 20. október 2009 06:00 Fyrir nokkrum mánuðum rændi Svíi hjarta mínu. Já, þetta gerðist þrátt fyrir að ég sé vel að mér um Íslendingasögur og viti að Svíar eru undantekningarlaust vondir menn, göldróttir og jafnvel berserkir. Ég var stödd úti í bókabúð, ákveðin í að kaupa mér skemmtilegt léttmeti og komin með kilju í hönd. Í biðröðinni hitti ég fyrir annan viðskiptavin. Honum þótti augljóslega lítið til bókarinnar í höndum mér koma en ýtti að mér annarri bók. Bókin hét Karlar sem hata konur og hafði ég verið þess fullviss að þar væri á ferð femínískt fræðirit en ég var ekki á höttunum eftir slíku riti þennan eftirmiðdag. En af því að þessi maður í bókabúðinni var nú sjálfur Egill Helgason, sem margir telja nestor íslenskrar bókmenntaumræðu, og af því að röðin var komin að mér við kassann gerðist ég meðvirk mjög og skipti umhugsunarlaust um skruddu. Þegar út var komið sá ég samstundis eftir skiptunum og var skapi næst að bíða eftir því að Egill og önnur gáfumenni sem höfðu hreiðrað um sig inni í búðinni færu burt svo ég gæti skilað henni. Á fjórðu síðu hafði höfundurinn Stieg Larsson stolið hjarta mínu. Ég skildi ekki hvað hafði gerst, hvernig gat saga haft þau áhrif að ég varð eins og reykingamaður á mannamóti. Alltaf með hugann við annað og í leit að útgönguleið svo ég gæti sinnt því sem hugurinn kallaði eftir. Já, aðalpersónan var nefnilega áhugaverður karl sem svaf hjá öllum konum sem hann hitti fyrir og lét skúrka fá það óþvegið líkt og Bond gerir en var þó ekki óáhugaverður og leiðinlegur hálfviti eins og sá breski heldur blíður og vel lesinn femínisti. Ó, ég skildi þessar konur sem féllu unnvörpum fyrir honum ljómandi vel. En undarlegri áhrif hefur hún Lisbeth. Já, hvern hefði grunað að hægt væri að heillast af húðflúraðri manneskju með gaddaól um hálsinn. Mig grunar samt að það sem heillar lesendur mest í bókum Stígs vinar míns, eins og ég kýs að kalla hann, sé að í þeim kemur fram einskær fyrirlitning á jakkalökkum, sem líta á konur sem söluvöru og eru með skúffufyrirtæki á aflandseyjum, en ást á hreinskiptni, mannúð og heiðarleika. Bækurnar eru því ótrúleg blanda femínískra viðhorfa, frábærrar dægrastyttingar auk þess sem þær veita reiði lesenda útrás og ekki hefur veitt af slíku eftir fréttatíma síðustu missera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun
Fyrir nokkrum mánuðum rændi Svíi hjarta mínu. Já, þetta gerðist þrátt fyrir að ég sé vel að mér um Íslendingasögur og viti að Svíar eru undantekningarlaust vondir menn, göldróttir og jafnvel berserkir. Ég var stödd úti í bókabúð, ákveðin í að kaupa mér skemmtilegt léttmeti og komin með kilju í hönd. Í biðröðinni hitti ég fyrir annan viðskiptavin. Honum þótti augljóslega lítið til bókarinnar í höndum mér koma en ýtti að mér annarri bók. Bókin hét Karlar sem hata konur og hafði ég verið þess fullviss að þar væri á ferð femínískt fræðirit en ég var ekki á höttunum eftir slíku riti þennan eftirmiðdag. En af því að þessi maður í bókabúðinni var nú sjálfur Egill Helgason, sem margir telja nestor íslenskrar bókmenntaumræðu, og af því að röðin var komin að mér við kassann gerðist ég meðvirk mjög og skipti umhugsunarlaust um skruddu. Þegar út var komið sá ég samstundis eftir skiptunum og var skapi næst að bíða eftir því að Egill og önnur gáfumenni sem höfðu hreiðrað um sig inni í búðinni færu burt svo ég gæti skilað henni. Á fjórðu síðu hafði höfundurinn Stieg Larsson stolið hjarta mínu. Ég skildi ekki hvað hafði gerst, hvernig gat saga haft þau áhrif að ég varð eins og reykingamaður á mannamóti. Alltaf með hugann við annað og í leit að útgönguleið svo ég gæti sinnt því sem hugurinn kallaði eftir. Já, aðalpersónan var nefnilega áhugaverður karl sem svaf hjá öllum konum sem hann hitti fyrir og lét skúrka fá það óþvegið líkt og Bond gerir en var þó ekki óáhugaverður og leiðinlegur hálfviti eins og sá breski heldur blíður og vel lesinn femínisti. Ó, ég skildi þessar konur sem féllu unnvörpum fyrir honum ljómandi vel. En undarlegri áhrif hefur hún Lisbeth. Já, hvern hefði grunað að hægt væri að heillast af húðflúraðri manneskju með gaddaól um hálsinn. Mig grunar samt að það sem heillar lesendur mest í bókum Stígs vinar míns, eins og ég kýs að kalla hann, sé að í þeim kemur fram einskær fyrirlitning á jakkalökkum, sem líta á konur sem söluvöru og eru með skúffufyrirtæki á aflandseyjum, en ást á hreinskiptni, mannúð og heiðarleika. Bækurnar eru því ótrúleg blanda femínískra viðhorfa, frábærrar dægrastyttingar auk þess sem þær veita reiði lesenda útrás og ekki hefur veitt af slíku eftir fréttatíma síðustu missera.
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun