Skýring á slysi Massa og breytt ráslína 26. júlí 2009 07:01 Slys Felipe Massa var mikið áfall fyrir Ferrari og starfsmenn þess í gær. mynd: kappakstur.is Í ljósi þess að Felipe Massa keppir ekki vegna þess að hann höfuðkúpubrotnaði í tímatökunni í gær, þá hefur staða manna breyst á ráslínunni. Massa hafði landað tíunda sætin á ráslínu og varaökumaður Ferrari fær ekki að taka hans stað þar sem Massa hóf ekki lokaumferðina eins og reglur segja til um. Sebastian Buemi á Torro Rosso færist því upp um sæti og allir sem á eftir fylgja. Massa dvelur á gjörgæslu á AEK spítalanum í Búdapest og líðan hans sögð eftir atvikum góð. Hann skarst í andliti og höfuðkúpubrotnaði þegar 1 kg þungur gormur úr bíl Rubens Barrichello skall á hjálmi hans. Þykir með ólíkindum að það hafi gerst, þar sem gormurinn losnaði fjórum sekúndum áður af afturdempara á bíl Barrichello. Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Brawn segir að rannsakað verði hvernig gormurinn gat losnað á þennan hátt og skotist eftir brautinni. Kappaksturinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11:30 í dag og þá verður farið yfir það sem gerðist í óhappinu. Sjá tölfræði og ráslínuna Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Í ljósi þess að Felipe Massa keppir ekki vegna þess að hann höfuðkúpubrotnaði í tímatökunni í gær, þá hefur staða manna breyst á ráslínunni. Massa hafði landað tíunda sætin á ráslínu og varaökumaður Ferrari fær ekki að taka hans stað þar sem Massa hóf ekki lokaumferðina eins og reglur segja til um. Sebastian Buemi á Torro Rosso færist því upp um sæti og allir sem á eftir fylgja. Massa dvelur á gjörgæslu á AEK spítalanum í Búdapest og líðan hans sögð eftir atvikum góð. Hann skarst í andliti og höfuðkúpubrotnaði þegar 1 kg þungur gormur úr bíl Rubens Barrichello skall á hjálmi hans. Þykir með ólíkindum að það hafi gerst, þar sem gormurinn losnaði fjórum sekúndum áður af afturdempara á bíl Barrichello. Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Brawn segir að rannsakað verði hvernig gormurinn gat losnað á þennan hátt og skotist eftir brautinni. Kappaksturinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11:30 í dag og þá verður farið yfir það sem gerðist í óhappinu. Sjá tölfræði og ráslínuna
Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira