Menningarverðlaun DV 2008 veitt Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 6. mars 2009 06:00 Verðlaunagripurinn er hannaður af Huldu Hákon. Menningarverðlaun DV voru afhent síðla dags á miðvikudag í Iðnó. Menningarverðlaun blaðsins hafa í þrjá áratugi verið stór viðburður í íslensku menningarlífi þótt minna hafi farið fyrir þeim hin síðari ár eftir að DV missti stöðu sína á fjölmiðlamarkaði og upplag blaðsins dróst saman. Verðlaunin eru veitt fyrir einstakt framlag einstaklinga til menningarinnar, að mati dómnefndar í hverjum flokki. Að auki voru veitt netverðlaun og sérstök heiðursverðlaun sem forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti. Menningarverðlaun DV komu til sögunnar árið 1978 í framhaldi af gagnrýnendaverðlaunum sem kennd voru við Silfurlampann og Silfurhestinn og höfðu dottið upp fyrir. Helstu hvatamenn að stofnun þeirra voru þeir Jónas Kristjánsson ritstjóri, Ólafur Jónsson gagnrýnandi og Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur. Síðan hafa verðlaunin verið árviss að undanskildum tveimur árum sem þau féllu niður. Lengi vel voru verðlaunagripir sérhannaðir ár hvert en hin síðari ár hefur verðlaunagripurinn verið samur ár eftir ár, hannaður af listakonunni Huldu Hákon og kallast „Jónas“ eftir frumkvöðlinum, Jónasi Kristjánssyni, fyrrverandi ritstjóra DV en ber líka nokkurn svip af Jónasi Hallgrímssyni. Tilnefningar voru í átta flokkum og stóðu fagnefndir að þeim.Sigurvegarar voru:Í flokknum Kvikmyndir: Kjötborg eftir Helgu Rakel Rafnsdóttur og Huldu Rós Guðnadóttur.Í flokknum Hönnun: Katrín Ólína Pétursdóttir.Í flokknum Leiklist: Gunnar Eyjólfsson / Jónatan í Hart í bak.Í flokknum Fræði: Þorvaldur Gylfason / Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, fyrir skrif um hagfræði og efnahagsmál í blöðum, tímaritum og bókum á síðustu áratugum.Í flokknum Bókmenntir: Rán eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur.Í flokknum Myndlist: Bragi Ásgeirsson / Yfirlitssýning Augnasinfónía á Kjarvalsstöðum.Í flokknum Byggingarlist: Menntaskóli Borgarbyggðar – Arkitektar: Kurtogpí; Ásmundur Hrafn Sturluson, arkitekt FAÍ og Steinþór Kári Kárason, arkitekt FAÍ.Í flokknum Tónlist: Sinfóníuhljómsveit Íslands. n Heiðursverðlaunin hlaut Manfreð Vilhjálmsson arkitekt fyrir frábært framlag sitt til íslensks arkitektúrs.Samhliða verðlaununum var netkosning og fékk hljómsveitin Hjaltalín þau og er það í fyrsta sinn sem þau eru veitt. Bíó og sjónvarp Bókmenntir Leikhús Myndlist Tíska og hönnun Tónlist Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Menningarverðlaun DV voru afhent síðla dags á miðvikudag í Iðnó. Menningarverðlaun blaðsins hafa í þrjá áratugi verið stór viðburður í íslensku menningarlífi þótt minna hafi farið fyrir þeim hin síðari ár eftir að DV missti stöðu sína á fjölmiðlamarkaði og upplag blaðsins dróst saman. Verðlaunin eru veitt fyrir einstakt framlag einstaklinga til menningarinnar, að mati dómnefndar í hverjum flokki. Að auki voru veitt netverðlaun og sérstök heiðursverðlaun sem forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti. Menningarverðlaun DV komu til sögunnar árið 1978 í framhaldi af gagnrýnendaverðlaunum sem kennd voru við Silfurlampann og Silfurhestinn og höfðu dottið upp fyrir. Helstu hvatamenn að stofnun þeirra voru þeir Jónas Kristjánsson ritstjóri, Ólafur Jónsson gagnrýnandi og Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur. Síðan hafa verðlaunin verið árviss að undanskildum tveimur árum sem þau féllu niður. Lengi vel voru verðlaunagripir sérhannaðir ár hvert en hin síðari ár hefur verðlaunagripurinn verið samur ár eftir ár, hannaður af listakonunni Huldu Hákon og kallast „Jónas“ eftir frumkvöðlinum, Jónasi Kristjánssyni, fyrrverandi ritstjóra DV en ber líka nokkurn svip af Jónasi Hallgrímssyni. Tilnefningar voru í átta flokkum og stóðu fagnefndir að þeim.Sigurvegarar voru:Í flokknum Kvikmyndir: Kjötborg eftir Helgu Rakel Rafnsdóttur og Huldu Rós Guðnadóttur.Í flokknum Hönnun: Katrín Ólína Pétursdóttir.Í flokknum Leiklist: Gunnar Eyjólfsson / Jónatan í Hart í bak.Í flokknum Fræði: Þorvaldur Gylfason / Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, fyrir skrif um hagfræði og efnahagsmál í blöðum, tímaritum og bókum á síðustu áratugum.Í flokknum Bókmenntir: Rán eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur.Í flokknum Myndlist: Bragi Ásgeirsson / Yfirlitssýning Augnasinfónía á Kjarvalsstöðum.Í flokknum Byggingarlist: Menntaskóli Borgarbyggðar – Arkitektar: Kurtogpí; Ásmundur Hrafn Sturluson, arkitekt FAÍ og Steinþór Kári Kárason, arkitekt FAÍ.Í flokknum Tónlist: Sinfóníuhljómsveit Íslands. n Heiðursverðlaunin hlaut Manfreð Vilhjálmsson arkitekt fyrir frábært framlag sitt til íslensks arkitektúrs.Samhliða verðlaununum var netkosning og fékk hljómsveitin Hjaltalín þau og er það í fyrsta sinn sem þau eru veitt.
Bíó og sjónvarp Bókmenntir Leikhús Myndlist Tíska og hönnun Tónlist Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira