Keflavík í undanúrslitin 17. mars 2009 21:00 Keflvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta með sigri á Njarðvík í öðrum leik liðanna 104-92. Keflavík vann einvígið því 2-0. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi í kvöld. 20:55 - Keflavík vinnur leikinn. Lokatölur 104-92 og liðið vinnur því einvígið 2-0. 20:46. Njarðvík 79 - Keflavík 89. 2:47 mín eftir af leiknum. Sitton og Rosa skiptast á körfum. 20:39 - Njarðvík 73 - Keflavík 85. 4:45 eftir af leiknum. 20:31 - Njarðvíkingar neita að gefast upp og minnka muninn í 68-78 með tveimur þristum í röð frá Loga og Magnúsi. 7 mín eftir af leiknum. Þriðja leikhluta lokið. Njarðvík 59 - Keflavík 73. Keflvíkingar stóðust að mestu áhlaup heimamanna í þriðja leikhluta og eru með pálmann í höndunum fyrir lokaleikhlutann. Njarðvík er á leið í sumarfrí eftir tíu leikmínútur að öllu óbreyttu. 20:16 - Staðan 65-51 fyrir Keflavík þegar 2:57 eru eftir af þriðja leikhluta. Heimamenn miklu hressari en í fyrri hálfleik og skárra væri það nú. Þetta er orðið leikur á ný og áhorfendur að ærast hér í Ljónagryfjunni. 20:11 - Smá lífsmark hjá Njarðvík. Heimamenn hafa minnkað muninn í 60-45 eftir góða rispu. Á sama tíma hefur sóknarleikur Keflavíkur ekki gengið upp. Þriðji leikhluti hálfnaður. 20:00 - Jesse Rosa var stigahæsti leikmaður Keflavíkur í fyrri hálfleik með 21 stig og 4 stoðsendingar og 4 fráköst. Hann er með 25 í framlag líkt og Sigurður Þorsteinsson, en Sigurður er með 16 stig (8-10 í skotum) og 10 fráköst í hálfleiknum. Hjá Njarðvík er Logi Gunnarsson stigahæstur með 11 stig en hefur aðeins hitt úr 2 af 9 skotum sínum. Magnús Gunnarsson er með 10 stig. Hálfleikur. Keflavík hefur yfir 58-34. Það er hægt að lýsa leik Njarðvíkinga með einu orði. Vandræðalegt. Vörn liðsins er ekki nógu góð og menn eru hikandi í sókninni. Ekki bætir úr skák að Jesse Rosa hjá Keflavík er gjörsamlega að fara hamförum. Maðurinn er kominn með 21 stig og setti sjö í röð hér á stuttum kafla í öðrum leikhluta. 19:40 - Annar leikhluti hálfnaður. Keflavík hefur yfir 36-18 og ræður algjörlega ferðinni í leiknum. Jesse Rosa er með 11 stig hjá Keflavík og Sigurður Þorsteinsson 10. Magnús Gunnarsson 8 hjá Njarðvík. Fyrsta leikhluta lokið. Keflavík 26 - Njarðvík 14. Keflvíkingar byrja mun betur og hafa góða forystu eftir fyrsta leikhlutann. Njarðvíkingar verða að laga hjá sér vörnina. 19:29 - Keflavík hefur yfir 21-11. Góð rispa hjá gestunum. Ein og hálf mínúta eftir af fyrsta leikhluta. 19:21 - Leikhlé tekið þegar 6:06 eru eftir af fyrsta leikhluta. Keflavík yfir 6-2. Baráttan hefur verið gríðarleg hér á upphafsmínútunum en stóru byssurnar eru ekki að finna sig enn sem komið er. Logi Gunnarsson og Magnús Gunnarsson hafa klikkað á fyrstu fimm skotunum sínum samanlagt hjá Njarðvík. 19:15 - Joey Drummer og félagar í stuðningsmannasveit Keflavíkur láta sitt ekki eftir liggja og beina söngvum sínum yfir í græna enda stúkunnar. En nóg um það - leikurinn er hafinn! 19:12 - Nú er búið að kynna liðin og hávaðinn hér í gryfjunni er gríðarlegur. Stuðningsmenn Njarðvíkur berja trommur og leiðinlega margir þeirra virðast hafa mætt með flautur sem þeir þenja óspart. Þetta lofar góðu fyrir stemminguna. 19:04 - Nú styttist í að flautað verði til leiks hér í Ljónagryfjunni. Liðin eru búin að hita upp og áhorfendur bíða með eftirvæntingu á pöllunum. Rétt er að geta þess að leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport fyrir þá sem hafa aðgang að þeirri ágætu stöð. Arnar Björnsson og Friðrik Ingi lýsa leiknum beint og eru hressir að sjá. Dominos-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Keflvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta með sigri á Njarðvík í öðrum leik liðanna 104-92. Keflavík vann einvígið því 2-0. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi í kvöld. 20:55 - Keflavík vinnur leikinn. Lokatölur 104-92 og liðið vinnur því einvígið 2-0. 20:46. Njarðvík 79 - Keflavík 89. 2:47 mín eftir af leiknum. Sitton og Rosa skiptast á körfum. 20:39 - Njarðvík 73 - Keflavík 85. 4:45 eftir af leiknum. 20:31 - Njarðvíkingar neita að gefast upp og minnka muninn í 68-78 með tveimur þristum í röð frá Loga og Magnúsi. 7 mín eftir af leiknum. Þriðja leikhluta lokið. Njarðvík 59 - Keflavík 73. Keflvíkingar stóðust að mestu áhlaup heimamanna í þriðja leikhluta og eru með pálmann í höndunum fyrir lokaleikhlutann. Njarðvík er á leið í sumarfrí eftir tíu leikmínútur að öllu óbreyttu. 20:16 - Staðan 65-51 fyrir Keflavík þegar 2:57 eru eftir af þriðja leikhluta. Heimamenn miklu hressari en í fyrri hálfleik og skárra væri það nú. Þetta er orðið leikur á ný og áhorfendur að ærast hér í Ljónagryfjunni. 20:11 - Smá lífsmark hjá Njarðvík. Heimamenn hafa minnkað muninn í 60-45 eftir góða rispu. Á sama tíma hefur sóknarleikur Keflavíkur ekki gengið upp. Þriðji leikhluti hálfnaður. 20:00 - Jesse Rosa var stigahæsti leikmaður Keflavíkur í fyrri hálfleik með 21 stig og 4 stoðsendingar og 4 fráköst. Hann er með 25 í framlag líkt og Sigurður Þorsteinsson, en Sigurður er með 16 stig (8-10 í skotum) og 10 fráköst í hálfleiknum. Hjá Njarðvík er Logi Gunnarsson stigahæstur með 11 stig en hefur aðeins hitt úr 2 af 9 skotum sínum. Magnús Gunnarsson er með 10 stig. Hálfleikur. Keflavík hefur yfir 58-34. Það er hægt að lýsa leik Njarðvíkinga með einu orði. Vandræðalegt. Vörn liðsins er ekki nógu góð og menn eru hikandi í sókninni. Ekki bætir úr skák að Jesse Rosa hjá Keflavík er gjörsamlega að fara hamförum. Maðurinn er kominn með 21 stig og setti sjö í röð hér á stuttum kafla í öðrum leikhluta. 19:40 - Annar leikhluti hálfnaður. Keflavík hefur yfir 36-18 og ræður algjörlega ferðinni í leiknum. Jesse Rosa er með 11 stig hjá Keflavík og Sigurður Þorsteinsson 10. Magnús Gunnarsson 8 hjá Njarðvík. Fyrsta leikhluta lokið. Keflavík 26 - Njarðvík 14. Keflvíkingar byrja mun betur og hafa góða forystu eftir fyrsta leikhlutann. Njarðvíkingar verða að laga hjá sér vörnina. 19:29 - Keflavík hefur yfir 21-11. Góð rispa hjá gestunum. Ein og hálf mínúta eftir af fyrsta leikhluta. 19:21 - Leikhlé tekið þegar 6:06 eru eftir af fyrsta leikhluta. Keflavík yfir 6-2. Baráttan hefur verið gríðarleg hér á upphafsmínútunum en stóru byssurnar eru ekki að finna sig enn sem komið er. Logi Gunnarsson og Magnús Gunnarsson hafa klikkað á fyrstu fimm skotunum sínum samanlagt hjá Njarðvík. 19:15 - Joey Drummer og félagar í stuðningsmannasveit Keflavíkur láta sitt ekki eftir liggja og beina söngvum sínum yfir í græna enda stúkunnar. En nóg um það - leikurinn er hafinn! 19:12 - Nú er búið að kynna liðin og hávaðinn hér í gryfjunni er gríðarlegur. Stuðningsmenn Njarðvíkur berja trommur og leiðinlega margir þeirra virðast hafa mætt með flautur sem þeir þenja óspart. Þetta lofar góðu fyrir stemminguna. 19:04 - Nú styttist í að flautað verði til leiks hér í Ljónagryfjunni. Liðin eru búin að hita upp og áhorfendur bíða með eftirvæntingu á pöllunum. Rétt er að geta þess að leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport fyrir þá sem hafa aðgang að þeirri ágætu stöð. Arnar Björnsson og Friðrik Ingi lýsa leiknum beint og eru hressir að sjá.
Dominos-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum