Ráðherra kynnti frumvarp um rýmri heimildir til eignakyrrsetningar Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. ágúst 2009 15:26 Skattrannsóknarstjóra verður heimilt að krefjast kyrrsetningar á eignum í málum sem hann rannsakar ef hætta þykir á að eignum verði skotið undan eða þær glatist eða rýrni að mun, samkvæmt nýju frumvarpi sem fjármálaráðherra kynnti fyrir ríkisstjórninni í morgun. Í minnisblaði sem fjármálaráðherra lagði fyrir ríkisstjórnina kemur fram að fréttir á undanförnum vikum og mánuðum af milljarða fjármagnsflutningum frá Íslandi inn á bankareikninga í þekktum skattaskjólum af hálfu forsvarsmanna fjármálafyrirtækja sem annarra hafi vakið upp ótal spurningar um íslensk lög og rétt. Þær raddir verða því sífellt háværari sem segja að auka þurfi verulega við refsiheimildir stjórnvalda, m.a. til kyrrsetningu og/eða haldlagningu eigna þeirra aðila sem taldir eru bera ábyrgð á tjóninu og verða dæmdir sem slíkir. „Stjórnvöld hafa þegar brugðist við þessum kröfum með ýmsum hætti með það að markmiði að rannsaka hvað úrskeiðis fór og hvort einhver brot hafi verið framin sem varði refsingu. Sett hefur verið á fót Rannsóknarnefnd Alþingis, embætti sérstaks saksóknara, auk þess sem Fjármálaeftirlitið hefur verið eflt. Þá hafa skattyfirvöld fengið auknar heimildir til upplýsingaöflunar, jafnt frá fjármálastofnunum og þeim sem skattaráðgjöf stunda. Hjá skattyfirvöldum er þegar í gangi umfangsmikið starf sem miðar að því að kanna hvort farið hafi verið á svig við skattalög í tengslum við hrun bankanna eða starfsemi þeirra og þá hvort tekjum hafi verið skotið undan og refsiverð brot framin. Fyrir liggur að mál af þessum toga eru oftar en ekki mjög flókin og taka því eðli máls samkvæmt oft langan tíma. Í ljósi þess hefur jafnframt verið settur á laggirnar sérstakur starfshópur skattyfirvalda undir stjórn skattrannsóknarstjóra ríkisins í því skyni að hraða rannsókn hugsanlegra skattalagabrota í tengslum við fall bankanna sem kostur er, hvort sem er hjá eigendum, stjórnendum eða starfsmönnum þeirra, eða félögum sem þeim tengjast. Ljóst er að með löngum málsmeðferðartíma skapast ákveðin hætta á að eignum sé komið undan enda er skattaðilum oftast ljóst þegar við upphaf meðferðar máls að til endurákvörðunar opinberra gjalda muni koma auk fésektar sé grunur uppi um refsiverð brot," segir í minnisblaðinu. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Skattrannsóknarstjóra verður heimilt að krefjast kyrrsetningar á eignum í málum sem hann rannsakar ef hætta þykir á að eignum verði skotið undan eða þær glatist eða rýrni að mun, samkvæmt nýju frumvarpi sem fjármálaráðherra kynnti fyrir ríkisstjórninni í morgun. Í minnisblaði sem fjármálaráðherra lagði fyrir ríkisstjórnina kemur fram að fréttir á undanförnum vikum og mánuðum af milljarða fjármagnsflutningum frá Íslandi inn á bankareikninga í þekktum skattaskjólum af hálfu forsvarsmanna fjármálafyrirtækja sem annarra hafi vakið upp ótal spurningar um íslensk lög og rétt. Þær raddir verða því sífellt háværari sem segja að auka þurfi verulega við refsiheimildir stjórnvalda, m.a. til kyrrsetningu og/eða haldlagningu eigna þeirra aðila sem taldir eru bera ábyrgð á tjóninu og verða dæmdir sem slíkir. „Stjórnvöld hafa þegar brugðist við þessum kröfum með ýmsum hætti með það að markmiði að rannsaka hvað úrskeiðis fór og hvort einhver brot hafi verið framin sem varði refsingu. Sett hefur verið á fót Rannsóknarnefnd Alþingis, embætti sérstaks saksóknara, auk þess sem Fjármálaeftirlitið hefur verið eflt. Þá hafa skattyfirvöld fengið auknar heimildir til upplýsingaöflunar, jafnt frá fjármálastofnunum og þeim sem skattaráðgjöf stunda. Hjá skattyfirvöldum er þegar í gangi umfangsmikið starf sem miðar að því að kanna hvort farið hafi verið á svig við skattalög í tengslum við hrun bankanna eða starfsemi þeirra og þá hvort tekjum hafi verið skotið undan og refsiverð brot framin. Fyrir liggur að mál af þessum toga eru oftar en ekki mjög flókin og taka því eðli máls samkvæmt oft langan tíma. Í ljósi þess hefur jafnframt verið settur á laggirnar sérstakur starfshópur skattyfirvalda undir stjórn skattrannsóknarstjóra ríkisins í því skyni að hraða rannsókn hugsanlegra skattalagabrota í tengslum við fall bankanna sem kostur er, hvort sem er hjá eigendum, stjórnendum eða starfsmönnum þeirra, eða félögum sem þeim tengjast. Ljóst er að með löngum málsmeðferðartíma skapast ákveðin hætta á að eignum sé komið undan enda er skattaðilum oftast ljóst þegar við upphaf meðferðar máls að til endurákvörðunar opinberra gjalda muni koma auk fésektar sé grunur uppi um refsiverð brot," segir í minnisblaðinu.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira