Innlent

Vilja að ný ríkisstjórn sæki um aðild að ESB

Dögg Pálsdóttir er meðal þeirra sem skrifar undir yfirlýsinguna
Dögg Pálsdóttir er meðal þeirra sem skrifar undir yfirlýsinguna

Fjöldi fólks héðan og þaðan í samfélaginu skrifar undir áskorun sem birt er með auglýsingu í dagblöðunum í dag, um að ríkisstjórn sem tekur við eftir kosningar til Alþingis í apríl, hafi það sem eitt af forgangsverkefnum sínum að skilgreina samningsmarkmið Íslendinga og sæki síðan um aðild að Evrópusambandinu.

Í yfirlýsingunni segir að hópurinn sé sammála um að hagsmunum íslensku þjóðarinnar verði best borgið innan Evrópusambandsins og með upptöku evru.

Þess vegna vilji hópurinn að sótt verði um aðild að sambandinu þar sem heildarhagsmunir þjóðarinnar verði hafðir að leiðarljósi. Hópurinn sé sammála um þetta þótt innan hans sé fólk með ólíkar skoðanir á öðrum málum.

Meðal þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna eru Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður, sem bauð sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir skömmu, Ari Skúlason hagfræðingur og samfylkingarmaður, Einar Benediktsson fyrrverandi sendiherra og fjöldi annarra sem gegna forystuhlutverkum í atvinnulífinu og víðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×