Gengi hlutabréfa Marel Food Systems hækkaði um 1,28 prósent í Kauphöllinni í dag, sem er óbreytt frá í morgun. Á sama tíma lækkaði gengi bréfa Össurar um 0,47 prósent.
Önnur hreyfing var ekki í Kauphöllinni.
Á bak við hlutabréfaveltu dagsins eru sex viðskipti upp á rúmar 4,7 milljónir króna.
Gamla Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,21 prósent og endaði í 268 stigum.