Valur og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í Egilshöllinni í kvöld í stórleik Lengjubikars kvenna. Liðin voru fyrir leikinn jöfn með fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjum sínum. Blikar eru þó á toppnum þar sem þær eru með betri markatölu.
Kristín Ýr Bjarnadóttir tryggði Val jafnteflið með marki í uppbótartíma en fram að því virtust tvö mörk Hörpu Þorsteinsdóttur vera að landa sigri fyrir Blika. Dagný Brynjarsdóttir hafði komið Val í 1-0 í upphafi leiks.
Breiðablik og Valur eru eins og áður sagði jöfn á toppi A-riðils kvenna með einu stigi meira en Stjarnan og Þór/KA sem eru bæði með fjögur stig. Þór/KA hefur leikið leik minna og getur því náð toppsætinu.