Vettel: Berjumst til þrautar í stigamótinu 21. júní 2009 21:21 Vettel vann sinn annan sigur á árinu á Silverstone í dag. Sigurvegari mótsins á Silverstone, Sebastian Vettel telur að Jenson Button sé í sterkri stöðu í stigamótinu, þrátt fyrir að hann hafi sjálfur unnið sannfærandi sigur í dag. Átta mótum er lokið og níu mót eftir, þannig að 90 stig eru í pottinum fyrir sigur. Button er með 64 stig, Barrichello 42 og Vettel 39, en Webber 35.5. Þetta eru kapparnir sem slást um titilinn í ár, ef marka má úrslit í fyrri mótum. "Button hefur verið sterkur í öllum átta mótunum og á skilið að vera efstur, ef við ráðum í stöðuna. Hann er með gott forskot, en við erum að gera okkar besta og við verðum að nota hvert færi sem gefst til að skáka honum. Við leggjum mjög mikið á okkur og viljum vinna. Það er eina leiðin og ég veit það verður ekki auðvelt verk. En það eru 9 mót eftir og allt getur gerst", sagði Vettel. "Ég keppi á heimavelli á Nurburgring næst, sem gæti hjálpað. Ég vonast til að endurtaka leikinn og það er okkar markmið", sagði Vettel, sem náði besta tíma í tímatökum, besta tíma í einstökum hring og vann kappaksturinn af öryggi. Red Bull endurbætti bílinn fyrir Silverstone mótið og hefur slegið Brawn liðið útaf laginu um helgina. Heimavöllurinn var Button ekki happadrjúgur og spurning hvort heimavöllur reynist honum betur eður ei. Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sigurvegari mótsins á Silverstone, Sebastian Vettel telur að Jenson Button sé í sterkri stöðu í stigamótinu, þrátt fyrir að hann hafi sjálfur unnið sannfærandi sigur í dag. Átta mótum er lokið og níu mót eftir, þannig að 90 stig eru í pottinum fyrir sigur. Button er með 64 stig, Barrichello 42 og Vettel 39, en Webber 35.5. Þetta eru kapparnir sem slást um titilinn í ár, ef marka má úrslit í fyrri mótum. "Button hefur verið sterkur í öllum átta mótunum og á skilið að vera efstur, ef við ráðum í stöðuna. Hann er með gott forskot, en við erum að gera okkar besta og við verðum að nota hvert færi sem gefst til að skáka honum. Við leggjum mjög mikið á okkur og viljum vinna. Það er eina leiðin og ég veit það verður ekki auðvelt verk. En það eru 9 mót eftir og allt getur gerst", sagði Vettel. "Ég keppi á heimavelli á Nurburgring næst, sem gæti hjálpað. Ég vonast til að endurtaka leikinn og það er okkar markmið", sagði Vettel, sem náði besta tíma í tímatökum, besta tíma í einstökum hring og vann kappaksturinn af öryggi. Red Bull endurbætti bílinn fyrir Silverstone mótið og hefur slegið Brawn liðið útaf laginu um helgina. Heimavöllurinn var Button ekki happadrjúgur og spurning hvort heimavöllur reynist honum betur eður ei.
Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira