Viðskipti innlent

Krónan veikist um 2,5 prósent

Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur Greiningar Íslandsbanka, segir krónuna falla nú vegna vaxtagjalddaga á ríkisbréfum á morgun.
Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur Greiningar Íslandsbanka, segir krónuna falla nú vegna vaxtagjalddaga á ríkisbréfum á morgun. Mynd/GVA

Krónan hefur veikst um 2,5 prósent það sem af er dags. Gengisvísitalan stendur nú í 196,6 stigum og hefur ekki verið veikara síðan í byrjun febrúar.

Gengi krónunnar hafði styrkst nokkuð þar til á fimmtudag og var komið í 186,4 stig á fimmtudag þegar það tók að gefa eftir.

Krónan hefur veikst um 5,5 prósent síðan þá.

Helsta skýringin á veikingunni nú er gjalddagi á ríkisbréfum á morgun en þá verða greiddir fimm milljarðar króna í vexti af sjötíu milljarða króna bréfum. Stærstu hluti þeirra er í eigu erlendra fjárfesta, að sögn Jóns Bjarka Bentsonar, sérfræðings hjá Greiningu Íslandsbanka.

Næsti stóri gjalddagi ríkisbréfa af þessari stærðargráðu er um miðjan júní, að sögn Jóns.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×