Sport

EM fatlaðra: Tveir Íslendingar í úrslit

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ragney Líf Stefánsdóttir.
Ragney Líf Stefánsdóttir. Mynd/Stefán Þór Borgþórsson

Fimmti keppnisdagur á EM fatlaðra í sundi rann upp í morgun þegar undanrásir fóru fram. Tveir Íslendingar - Jón Margeir Sverrisson og Adrian Óskar Sindelka Erwin - komust í úrslit í 200 metra fjórsundi í flokki S14 (þroskahamlaðra).

Báðir strákarnir bættu sína bestu tíma og Jón Margeir bætti sinn besta tíma um heilar 9 sekúndur.

Pálmi Guðlaugsson setti nýtt Íslandsmet í 100 metra skriðsundi í flokki S6 en komst samt ekki í úrslit.

Anna Kristín Jónsdóttir komst ekki í úrslit í 100 metra bringusundi í flokki SB5. Guðmundur Hermannsson bætti sinn besta tíma í 50 metra skriðsundi í flokki S9 en náði því miður ekki að komast í úrslit.

Ragney Líf Stefánsdóttir bætti einnig sinn besta tíma í 50 metra skriðsund í flokki S9. Hún náði þrátt fyrir það ekki að komast í úrslit.

Aníta Ósk Hrafnsdóttir synti á nýju persónulegu meti í 200 metra fjórsundi í flokki S14 en komst ekki í úrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×