Max Mosley hættir sem forseti FIA 15. júlí 2009 10:54 Max Mosley hefur verið forseti FIA í 16 ár. mynd: AFP Max Mosley sem verið hefur forseti FIA í 16 ár hyggst ekki bjóða sig fram enn eitt kjörtímabilið, en kosið verður í október. Hann sendi öllum aðildarfélögum FIA skeyti þess efnis í dag. Nokkur styr hefur staðið um FIA og deilur við FOTA hafa sett sinn svip á Formúlu 1 síðustu mánuði, en FOTA eru samtök keppnisliða. Þau vildu að Mosley hætti störfum og ferskir vindar fengju að blása innan FIA fyrir vikið. Það er ekki ástæða fyrir því að Mosley hættir, heldur segist hann vilja setja sinn fókus á fjölskyldu sína, en hann býr í Mónakó. Mosley verður sjötugur á næsta ári og þykir kominn tími á hvild. Mosley gat þess í bréfi sínu til aðildarfélaga FIA að hann sæi Jean Todt, fyrrum framkvæmdarstjóra Ferrari sem sinn eftirmann hjá FIA. Todt stýrði Formúlu 1 liði Ferrari af mikilli hörku og kænsku. En forráðamenn Formúlu 1 liða munu varla sátt að slíkur maður verði yfir þeirra íþrótt. Ari Vatnanen frá Finnlandi hefur þegar tilkynnt framboð til forseta FIA, en hann er fyrrum meistari í rallakstri og sigurvegari í París-Dakar rallinu. Vatnanen starfaði m.a. á Evrópuþinginu, en dró sig í hlé í fyrra. Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Max Mosley sem verið hefur forseti FIA í 16 ár hyggst ekki bjóða sig fram enn eitt kjörtímabilið, en kosið verður í október. Hann sendi öllum aðildarfélögum FIA skeyti þess efnis í dag. Nokkur styr hefur staðið um FIA og deilur við FOTA hafa sett sinn svip á Formúlu 1 síðustu mánuði, en FOTA eru samtök keppnisliða. Þau vildu að Mosley hætti störfum og ferskir vindar fengju að blása innan FIA fyrir vikið. Það er ekki ástæða fyrir því að Mosley hættir, heldur segist hann vilja setja sinn fókus á fjölskyldu sína, en hann býr í Mónakó. Mosley verður sjötugur á næsta ári og þykir kominn tími á hvild. Mosley gat þess í bréfi sínu til aðildarfélaga FIA að hann sæi Jean Todt, fyrrum framkvæmdarstjóra Ferrari sem sinn eftirmann hjá FIA. Todt stýrði Formúlu 1 liði Ferrari af mikilli hörku og kænsku. En forráðamenn Formúlu 1 liða munu varla sátt að slíkur maður verði yfir þeirra íþrótt. Ari Vatnanen frá Finnlandi hefur þegar tilkynnt framboð til forseta FIA, en hann er fyrrum meistari í rallakstri og sigurvegari í París-Dakar rallinu. Vatnanen starfaði m.a. á Evrópuþinginu, en dró sig í hlé í fyrra.
Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira