Fótbolti

Tímamótaleikur hjá Gerrard

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gerrard fagnar hér marki í kvöld.
Gerrard fagnar hér marki í kvöld. Nordic Photos/Getty Images

Steven Gerrard spilaði sannkallaðan tímamótaleik gegn Real Madrid í kvöld. Með mörkum sínum tveimur í kvöld varð hann markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar síðan árið 2006.

Hann er búinn að skora 16 mörk í Meistaradeildinni síðan 2006. Næstur kemur Didier Drogba með 15 mörk en báðir voru á skotskónum í kvöld.

Gerrard er þess utan markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar á þessari leiktíð ásamt Miroslav Klose, leikmanni FC Bayern. Þeir hafa báðir skorað sjö mörk í keppninni í vetur.

Miðjumaðurinn magnaði var þess utan að spila sinn 100. leik í Meistaradeildinni og er hann sjöundi Bretinn sem nær þeim áfanga.

Ryan Giggs hefur spilað flesta leiki Breta í Meistaradeildinni eða 124. Aðrir sem hafa rifið 100 leikja múrinn eru Paul Scholes, Jamie Carragher, David Beckham, Gary Neville og Ray Clemence.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×