Lést í flugslysinu í Vopnafirði Kristján Már Unnarsson skrifar 3. júlí 2009 18:35 Hafþór Hafsteinsson Mynd/ GVA Einn helsti forystumaður íslenskra flugmála á síðari árum, Hafþór Hafsteinsson, lést í flugslysinu í Vopnafirði í gær þegar lítil einshreyfilsvél rakst á rafmagnsstreng og brotlenti. Félagi Hafþórs liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi en þeir voru báðir reyndir atvinnuflugmenn. Flugvélin var af gerðinni Cessna 180, samskonar þeirri sem hér sést. Henni hafði fyrr um daginn verið flogið til Vopnafjarðarflugvallar úr Mosfellsbæ. Það var svo laust fyrir klukkan fjögur sem mennirnir tveir hugðust fljúga til baka. Þeir tóku á loft til austurs og flugu í átt að veiðihúsinu á jörðinni Hvammsgerði við Selá en þar rakst vélin á rafmagnslínu og brotlenti. Í slysinu lést Hafþór Hafsteinsson en hann byggði upp flugfélagið Atlanta með Arngrími Jóhannssyni og varð forstjóri þess árið 2001 eftir að hafa starfað meðal annars sem flugmaður hjá félaginu. Á starfstíma Hafþórs stækkaði flugfloti Atlanta úr tveimur vélum upp í sextíu. Hafþór varð síðar forstjóri Avion Group en fyrir þremur árum söðlaði hann um og gerðist stjórnarformaður Avion Aircraft Trading en þessar myndir voru teknar fyrir tveimur árum þegar félagið samdi við Airbus um smíði átta breiðþota. Hafþór kom víða við sögu íslenskra flugmála og í fyrra hafði hann forystu fyrir því að flugstjórnarklefi Gullfaxa, fyrstu þotu Íslendinga, var keyptur til Flugsögusafns Íslands á Akureyri. Hafþór lætur eftir sig eiginkonu og tvo syni. Hann var 43 ára. Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Sjá meira
Einn helsti forystumaður íslenskra flugmála á síðari árum, Hafþór Hafsteinsson, lést í flugslysinu í Vopnafirði í gær þegar lítil einshreyfilsvél rakst á rafmagnsstreng og brotlenti. Félagi Hafþórs liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi en þeir voru báðir reyndir atvinnuflugmenn. Flugvélin var af gerðinni Cessna 180, samskonar þeirri sem hér sést. Henni hafði fyrr um daginn verið flogið til Vopnafjarðarflugvallar úr Mosfellsbæ. Það var svo laust fyrir klukkan fjögur sem mennirnir tveir hugðust fljúga til baka. Þeir tóku á loft til austurs og flugu í átt að veiðihúsinu á jörðinni Hvammsgerði við Selá en þar rakst vélin á rafmagnslínu og brotlenti. Í slysinu lést Hafþór Hafsteinsson en hann byggði upp flugfélagið Atlanta með Arngrími Jóhannssyni og varð forstjóri þess árið 2001 eftir að hafa starfað meðal annars sem flugmaður hjá félaginu. Á starfstíma Hafþórs stækkaði flugfloti Atlanta úr tveimur vélum upp í sextíu. Hafþór varð síðar forstjóri Avion Group en fyrir þremur árum söðlaði hann um og gerðist stjórnarformaður Avion Aircraft Trading en þessar myndir voru teknar fyrir tveimur árum þegar félagið samdi við Airbus um smíði átta breiðþota. Hafþór kom víða við sögu íslenskra flugmála og í fyrra hafði hann forystu fyrir því að flugstjórnarklefi Gullfaxa, fyrstu þotu Íslendinga, var keyptur til Flugsögusafns Íslands á Akureyri. Hafþór lætur eftir sig eiginkonu og tvo syni. Hann var 43 ára.
Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Sjá meira