Lést í flugslysinu í Vopnafirði Kristján Már Unnarsson skrifar 3. júlí 2009 18:35 Hafþór Hafsteinsson Mynd/ GVA Einn helsti forystumaður íslenskra flugmála á síðari árum, Hafþór Hafsteinsson, lést í flugslysinu í Vopnafirði í gær þegar lítil einshreyfilsvél rakst á rafmagnsstreng og brotlenti. Félagi Hafþórs liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi en þeir voru báðir reyndir atvinnuflugmenn. Flugvélin var af gerðinni Cessna 180, samskonar þeirri sem hér sést. Henni hafði fyrr um daginn verið flogið til Vopnafjarðarflugvallar úr Mosfellsbæ. Það var svo laust fyrir klukkan fjögur sem mennirnir tveir hugðust fljúga til baka. Þeir tóku á loft til austurs og flugu í átt að veiðihúsinu á jörðinni Hvammsgerði við Selá en þar rakst vélin á rafmagnslínu og brotlenti. Í slysinu lést Hafþór Hafsteinsson en hann byggði upp flugfélagið Atlanta með Arngrími Jóhannssyni og varð forstjóri þess árið 2001 eftir að hafa starfað meðal annars sem flugmaður hjá félaginu. Á starfstíma Hafþórs stækkaði flugfloti Atlanta úr tveimur vélum upp í sextíu. Hafþór varð síðar forstjóri Avion Group en fyrir þremur árum söðlaði hann um og gerðist stjórnarformaður Avion Aircraft Trading en þessar myndir voru teknar fyrir tveimur árum þegar félagið samdi við Airbus um smíði átta breiðþota. Hafþór kom víða við sögu íslenskra flugmála og í fyrra hafði hann forystu fyrir því að flugstjórnarklefi Gullfaxa, fyrstu þotu Íslendinga, var keyptur til Flugsögusafns Íslands á Akureyri. Hafþór lætur eftir sig eiginkonu og tvo syni. Hann var 43 ára. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Einn helsti forystumaður íslenskra flugmála á síðari árum, Hafþór Hafsteinsson, lést í flugslysinu í Vopnafirði í gær þegar lítil einshreyfilsvél rakst á rafmagnsstreng og brotlenti. Félagi Hafþórs liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi en þeir voru báðir reyndir atvinnuflugmenn. Flugvélin var af gerðinni Cessna 180, samskonar þeirri sem hér sést. Henni hafði fyrr um daginn verið flogið til Vopnafjarðarflugvallar úr Mosfellsbæ. Það var svo laust fyrir klukkan fjögur sem mennirnir tveir hugðust fljúga til baka. Þeir tóku á loft til austurs og flugu í átt að veiðihúsinu á jörðinni Hvammsgerði við Selá en þar rakst vélin á rafmagnslínu og brotlenti. Í slysinu lést Hafþór Hafsteinsson en hann byggði upp flugfélagið Atlanta með Arngrími Jóhannssyni og varð forstjóri þess árið 2001 eftir að hafa starfað meðal annars sem flugmaður hjá félaginu. Á starfstíma Hafþórs stækkaði flugfloti Atlanta úr tveimur vélum upp í sextíu. Hafþór varð síðar forstjóri Avion Group en fyrir þremur árum söðlaði hann um og gerðist stjórnarformaður Avion Aircraft Trading en þessar myndir voru teknar fyrir tveimur árum þegar félagið samdi við Airbus um smíði átta breiðþota. Hafþór kom víða við sögu íslenskra flugmála og í fyrra hafði hann forystu fyrir því að flugstjórnarklefi Gullfaxa, fyrstu þotu Íslendinga, var keyptur til Flugsögusafns Íslands á Akureyri. Hafþór lætur eftir sig eiginkonu og tvo syni. Hann var 43 ára.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira