Þú hlýtur að vera að grínast, Gylfi? 26. mars 2009 16:23 Ragnheiður Ríkharðsdóttir velti því fyrir sér hvort Gyulfi Arnbjörnsson sé að grínast. Þingkonan Ragnheiður Ríkharðsdóttir, sem lenti í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir skömmu, skýtur föstum skotum á forseta ASÍ, Gylfa Arnbjörnsson, vegna ásakana um að hann hefði rekið Framsóknakonuna Vigdísi Hauksdóttur fyrir að vera í framboði. DV sagði fyrst frá málinu en þar var greint frá því að Vigdísi hafi verið gert að hætta störfum sem lögfræðingur hjá ASÍ vegna þess að hún leiddi lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Henni þótti ómaklega að sér vegið enda var fyrir karlmaður sem var í framboði fyrir Samfylkinguna en hann tók sér launalaust leyfi, þó hann hafi haldið starfinu hjá ASÍ, ólíkt starfssystur sinni. Ragnheiður skefur ekki utan af því og skrifar á bloggsíðu sína: „Framkoma ASÍ forsetans er svo valdsmannsleg og hrokafull að það er með eindæmum. Ég tel það verulegt áhyggjuefni að einstaklingum sé mismunað með þessum hætti og velti fyrir mér hæfni forystunnar til ákvarðanatöku almennt þegar slíkt blasir við." Ragnheiður gagnrýnir Gylfa fyrir að mismuna þarna framsóknarkonu og samfylkingarkörlum og skrifar ennfremur á síðu sína: „Ef þú ert karl á lista Samfylkingarinnar og hugsanlega ekki í mögulegu þingsæti þá er í lagi að fá launalaust leyfi hjá ASÍ og taka þátt í kosingabaráttu og koma aftur til vinnu að kosningum loknum." Hún segir að slíkt hið sama sé ekki í boði sé maður framsóknarkona sem leiði fyrsta sætið í Reykjavík. Ragnheiður skýtur svo sérlega fast á Gylfa þar sem hún telur hann búa yfir ótrúlegri pólitískri spádómsgáfu: „ASÍ forsetinn segir að ekki sé að því fundið að starfsmenn ASÍ sinni pólitísku starfi og jafnvel er það talið fólki til framdráttar sem er nú umhugsunarefni út af fyrir sig en um framsóknarkonuna segir hann jafnframt " ..þegar hins vegar svo er komið að fólk er farið að leiða lista og á þingsæti víst er rétt að leiðir skilji " ...mikið er vald hans og máttur að geta nú mánuði fyrir kosningar kveðið upp úr með þessum hætti um kosningar í Reykjavík." Að lokum spyr Ragnheiður einfaldlega: Þú hlýtur að vera að grínast, Gylfi? Pistil Ragnheiðar má lesa hér Kosningar 2009 Tengdar fréttir Framsókn gagnrýnir Gylfa Arnbjörnsson Framsóknarflokkurinn gagnrýnir harðlega uppsögn Vigdísar Hauksdóttur lögfræðings hjá ASÍ en henni var gert að hætta hjá sambandinu í kjölfar þess að hún náði fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavík. Í tilkynningu frá flokknum segir að lýðræðið í landinu byggist fyrst og fremst á því að fyrirheitið sem felst í nafninu lýðræði sé virt og efnt með almennri þátttöku landsmanna í starfi stjórnmálaflokka, stefnumótun þeirra og framboðum. 25. mars 2009 15:20 Gylfi svarar enn fyrir sig Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ hefur sent frá sér aðra yfirlýsingu í sambandi við starfslok Vígdísar Hauksdóttur lögfræðings hjá sambandinu. Nokkur umræða hefur skapast um starfslokin en Vigdís hefur sagt að sér hafi verið sagt upp störfum á grundvelli þess að hún sé í Framsóknarflokknum. Þá hefur verið sagt í fjölmiðlum að annar starfsmaður ASÍ, Magnús M. Norðdahl, hafi fengið launalaust leyfi til þess að sinna prófkjörsbaráttu hjá Samfylkingunni. Þetta segir Gylfi vera rangt. 26. mars 2009 15:09 Segir Vigdísi hafa óskað eftir starfslokum Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að Vigdís Hauksdóttir hafi óskað eftir starfslokum hjá sambandinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Gylfa en þar segir einnig að Alþýðusamband Íslands hafni því alfarið að Vigdís hafi verið látin gjalda stjórnmálaskoðana sinna. 25. mars 2009 16:18 Vigdís fékk ekki launalaust leyfi frá ASÍ Vigdís Hauksdóttir sem situr í fyrsta sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður segist hafa óskað eftir launalausu leyfi frá störfum hjá Alþýðusambandi Íslands vegna framboðs síns til Alþingis en Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hafi þá tjáð henni að litið væri á framboðið sem uppsögn af hennar hálfu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Vigdísi. 25. mars 2009 18:53 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Sjá meira
Þingkonan Ragnheiður Ríkharðsdóttir, sem lenti í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir skömmu, skýtur föstum skotum á forseta ASÍ, Gylfa Arnbjörnsson, vegna ásakana um að hann hefði rekið Framsóknakonuna Vigdísi Hauksdóttur fyrir að vera í framboði. DV sagði fyrst frá málinu en þar var greint frá því að Vigdísi hafi verið gert að hætta störfum sem lögfræðingur hjá ASÍ vegna þess að hún leiddi lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Henni þótti ómaklega að sér vegið enda var fyrir karlmaður sem var í framboði fyrir Samfylkinguna en hann tók sér launalaust leyfi, þó hann hafi haldið starfinu hjá ASÍ, ólíkt starfssystur sinni. Ragnheiður skefur ekki utan af því og skrifar á bloggsíðu sína: „Framkoma ASÍ forsetans er svo valdsmannsleg og hrokafull að það er með eindæmum. Ég tel það verulegt áhyggjuefni að einstaklingum sé mismunað með þessum hætti og velti fyrir mér hæfni forystunnar til ákvarðanatöku almennt þegar slíkt blasir við." Ragnheiður gagnrýnir Gylfa fyrir að mismuna þarna framsóknarkonu og samfylkingarkörlum og skrifar ennfremur á síðu sína: „Ef þú ert karl á lista Samfylkingarinnar og hugsanlega ekki í mögulegu þingsæti þá er í lagi að fá launalaust leyfi hjá ASÍ og taka þátt í kosingabaráttu og koma aftur til vinnu að kosningum loknum." Hún segir að slíkt hið sama sé ekki í boði sé maður framsóknarkona sem leiði fyrsta sætið í Reykjavík. Ragnheiður skýtur svo sérlega fast á Gylfa þar sem hún telur hann búa yfir ótrúlegri pólitískri spádómsgáfu: „ASÍ forsetinn segir að ekki sé að því fundið að starfsmenn ASÍ sinni pólitísku starfi og jafnvel er það talið fólki til framdráttar sem er nú umhugsunarefni út af fyrir sig en um framsóknarkonuna segir hann jafnframt " ..þegar hins vegar svo er komið að fólk er farið að leiða lista og á þingsæti víst er rétt að leiðir skilji " ...mikið er vald hans og máttur að geta nú mánuði fyrir kosningar kveðið upp úr með þessum hætti um kosningar í Reykjavík." Að lokum spyr Ragnheiður einfaldlega: Þú hlýtur að vera að grínast, Gylfi? Pistil Ragnheiðar má lesa hér
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Framsókn gagnrýnir Gylfa Arnbjörnsson Framsóknarflokkurinn gagnrýnir harðlega uppsögn Vigdísar Hauksdóttur lögfræðings hjá ASÍ en henni var gert að hætta hjá sambandinu í kjölfar þess að hún náði fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavík. Í tilkynningu frá flokknum segir að lýðræðið í landinu byggist fyrst og fremst á því að fyrirheitið sem felst í nafninu lýðræði sé virt og efnt með almennri þátttöku landsmanna í starfi stjórnmálaflokka, stefnumótun þeirra og framboðum. 25. mars 2009 15:20 Gylfi svarar enn fyrir sig Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ hefur sent frá sér aðra yfirlýsingu í sambandi við starfslok Vígdísar Hauksdóttur lögfræðings hjá sambandinu. Nokkur umræða hefur skapast um starfslokin en Vigdís hefur sagt að sér hafi verið sagt upp störfum á grundvelli þess að hún sé í Framsóknarflokknum. Þá hefur verið sagt í fjölmiðlum að annar starfsmaður ASÍ, Magnús M. Norðdahl, hafi fengið launalaust leyfi til þess að sinna prófkjörsbaráttu hjá Samfylkingunni. Þetta segir Gylfi vera rangt. 26. mars 2009 15:09 Segir Vigdísi hafa óskað eftir starfslokum Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að Vigdís Hauksdóttir hafi óskað eftir starfslokum hjá sambandinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Gylfa en þar segir einnig að Alþýðusamband Íslands hafni því alfarið að Vigdís hafi verið látin gjalda stjórnmálaskoðana sinna. 25. mars 2009 16:18 Vigdís fékk ekki launalaust leyfi frá ASÍ Vigdís Hauksdóttir sem situr í fyrsta sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður segist hafa óskað eftir launalausu leyfi frá störfum hjá Alþýðusambandi Íslands vegna framboðs síns til Alþingis en Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hafi þá tjáð henni að litið væri á framboðið sem uppsögn af hennar hálfu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Vigdísi. 25. mars 2009 18:53 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Sjá meira
Framsókn gagnrýnir Gylfa Arnbjörnsson Framsóknarflokkurinn gagnrýnir harðlega uppsögn Vigdísar Hauksdóttur lögfræðings hjá ASÍ en henni var gert að hætta hjá sambandinu í kjölfar þess að hún náði fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavík. Í tilkynningu frá flokknum segir að lýðræðið í landinu byggist fyrst og fremst á því að fyrirheitið sem felst í nafninu lýðræði sé virt og efnt með almennri þátttöku landsmanna í starfi stjórnmálaflokka, stefnumótun þeirra og framboðum. 25. mars 2009 15:20
Gylfi svarar enn fyrir sig Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ hefur sent frá sér aðra yfirlýsingu í sambandi við starfslok Vígdísar Hauksdóttur lögfræðings hjá sambandinu. Nokkur umræða hefur skapast um starfslokin en Vigdís hefur sagt að sér hafi verið sagt upp störfum á grundvelli þess að hún sé í Framsóknarflokknum. Þá hefur verið sagt í fjölmiðlum að annar starfsmaður ASÍ, Magnús M. Norðdahl, hafi fengið launalaust leyfi til þess að sinna prófkjörsbaráttu hjá Samfylkingunni. Þetta segir Gylfi vera rangt. 26. mars 2009 15:09
Segir Vigdísi hafa óskað eftir starfslokum Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að Vigdís Hauksdóttir hafi óskað eftir starfslokum hjá sambandinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Gylfa en þar segir einnig að Alþýðusamband Íslands hafni því alfarið að Vigdís hafi verið látin gjalda stjórnmálaskoðana sinna. 25. mars 2009 16:18
Vigdís fékk ekki launalaust leyfi frá ASÍ Vigdís Hauksdóttir sem situr í fyrsta sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður segist hafa óskað eftir launalausu leyfi frá störfum hjá Alþýðusambandi Íslands vegna framboðs síns til Alþingis en Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hafi þá tjáð henni að litið væri á framboðið sem uppsögn af hennar hálfu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Vigdísi. 25. mars 2009 18:53