Að vera sparkað úr bóli Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 10. mars 2009 06:00 Þó að kreppan sé vissulega farin að taka á sig bölvanlegar myndir þá er ég enn þeirrar skoðunar að ekkert sé svo með öllu illt að ei boði gott. Þar sem ég er alinn upp í Arnarfirði við sögur um ástir og örlög fólks á árum og öldum áður þar í firðinum þykist ég geta með fullri vissu sagt að hinar mestu hremmingar geti leitt til mikillar gæfu. Þannig fór til dæmis fyrir Guðjóni Árnasyni en hann bjó með konu sinni Sigríði Sigurgeirsdóttur í Austmannsdal á ofanverðri nítjándu öld. Eftir 14 ára hjónaband hafði þeim ekki tekist að eignast barn svo allt útlit var fyrir að ekki fengju þau erfingja að búinu. En þá vildi svo til að vinnumaður nokkur er Hallgrímur hét kom þangað á bæ og reyndist hinn besti vinnukraftur. Svo góður reyndist hann að Guðjón gat róið dögum saman án þess að skipta sér af heimahögum en hann var reyndar nokkur búskussi en hinn besti formaður í sjósókninni. En Hallgrímur varð sífellt uppivöðslusamari á heimili þeirra hjóna og eftir nokkurn tíma þóttist hann húsbóndinn á bænum og var meira að segja farinn að verma ból Sigríðar þegar Guðjón var á sjónum. Ætlar nú hinn eiginlegi húsbóndi að fara að gera grein fyrir sér, eins og einn yfirmaður minn orðar það, en það endar með slagsmálum úti á túni. Hafði Hallgrímur betur enda ofurmenni að afli. Við svo búið þótti honum hann hafa unnið nægan skaða svo hann lét sig hverfa en skildi Sigríði eftir ólétta. Fór hún aftur að unna sínum manni og eignuðust þau nokkur börn eftir þetta. Karli föður mínum var nokkuð stirt um stef þegar ég spurði hvernig á því stóð að hún hefði getað eignast börn allt í einu en mér skildist á honum að vinnumaðurinn hefði „hreinsað" hana svona vel. Læknisfræði er reyndar ekki okkar sterkasta hlið í Arnar-firðinum. Ég er viss um að það sama gerist hér á suðvesturhorninu og í Austmannsdal hér forðum daga. Mammon hinn vinnusami hreif okkur, vann traust okkar þar til hann var búinn að sparka okkur út úr bóli og búi. Nú hefur hann verið svældur af bæ og eflaust búinn að hreinsa til í fjallkonunni sem tekur nú til óspilltra mála af mikilli frjósemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Þó að kreppan sé vissulega farin að taka á sig bölvanlegar myndir þá er ég enn þeirrar skoðunar að ekkert sé svo með öllu illt að ei boði gott. Þar sem ég er alinn upp í Arnarfirði við sögur um ástir og örlög fólks á árum og öldum áður þar í firðinum þykist ég geta með fullri vissu sagt að hinar mestu hremmingar geti leitt til mikillar gæfu. Þannig fór til dæmis fyrir Guðjóni Árnasyni en hann bjó með konu sinni Sigríði Sigurgeirsdóttur í Austmannsdal á ofanverðri nítjándu öld. Eftir 14 ára hjónaband hafði þeim ekki tekist að eignast barn svo allt útlit var fyrir að ekki fengju þau erfingja að búinu. En þá vildi svo til að vinnumaður nokkur er Hallgrímur hét kom þangað á bæ og reyndist hinn besti vinnukraftur. Svo góður reyndist hann að Guðjón gat róið dögum saman án þess að skipta sér af heimahögum en hann var reyndar nokkur búskussi en hinn besti formaður í sjósókninni. En Hallgrímur varð sífellt uppivöðslusamari á heimili þeirra hjóna og eftir nokkurn tíma þóttist hann húsbóndinn á bænum og var meira að segja farinn að verma ból Sigríðar þegar Guðjón var á sjónum. Ætlar nú hinn eiginlegi húsbóndi að fara að gera grein fyrir sér, eins og einn yfirmaður minn orðar það, en það endar með slagsmálum úti á túni. Hafði Hallgrímur betur enda ofurmenni að afli. Við svo búið þótti honum hann hafa unnið nægan skaða svo hann lét sig hverfa en skildi Sigríði eftir ólétta. Fór hún aftur að unna sínum manni og eignuðust þau nokkur börn eftir þetta. Karli föður mínum var nokkuð stirt um stef þegar ég spurði hvernig á því stóð að hún hefði getað eignast börn allt í einu en mér skildist á honum að vinnumaðurinn hefði „hreinsað" hana svona vel. Læknisfræði er reyndar ekki okkar sterkasta hlið í Arnar-firðinum. Ég er viss um að það sama gerist hér á suðvesturhorninu og í Austmannsdal hér forðum daga. Mammon hinn vinnusami hreif okkur, vann traust okkar þar til hann var búinn að sparka okkur út úr bóli og búi. Nú hefur hann verið svældur af bæ og eflaust búinn að hreinsa til í fjallkonunni sem tekur nú til óspilltra mála af mikilli frjósemi.
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun