Innlent

Kristján Þór hugsanlega í formannsslag

Kristján Þór mun tilkynna um áform sín um forystukjör í Sjálfstæðisflokknum síðdegis í dag.
Kristján Þór mun tilkynna um áform sín um forystukjör í Sjálfstæðisflokknum síðdegis í dag.

Sjálfstæðismaðurinn og þingmaður Norðausturkjördæmis, Kristján Þór Júlíusson hefur boðað til blaðamannafundar á Akureyri í dag þar sem hann mun kynna áform sín um forystukjör í Sjálfstæðisflokknum, eins og hann orðar það í tilkynningu. Fundurinn verður upp úr fjögur í dag.

Heyrst hefur að Kristján hafi verið hvattur til þess að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins, en fyrir hefur Bjarni Beneditksson gefið kost á sér í formanninn.

Í tilkynningu sem Kristján Þór sendi frá sér í morgun skrifar hann: „Sjálfstæðisflokkurinn er breiður flokkur með sterka lýðræðishefð og því eðlilegt að flokksmenn geti valið milli mismunandi kosta við kjör forystu. Þar á enginn að eiga neitt gefið."

Með þessum orðum er hugsanlegt að Kristján hyggist bjóða sig fram í formannskjör gegn Bjarna.

Fari Kristján þór gegn Bjarna verður þetta í fyrsta skiptið sem kosið verður á milli formanna Sjálfstæðisflokksins síðan Davíð Oddsson sigraði Þorstein Pálsson, þá sitjandi formann, í formannskosningum árið 1991. Þá hafði Þorsteinn gegnt formannsembættinu síðan 1983.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×