Fótbolti

Rúnar spilaði með Lilleström á ný - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson. Mynd/Valli

Rúnar Kristinsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KR, spilaði með Stjörnuliði Lilleström í sýningarleik í gær fyrir fram 1800 áhorfendur í LSK-höllinni. Rúnar og félagar mættu A-liðinu og töpuðu leiknum 2-4.

Rúnar Kristinsson spilaði í peysu númer 10 í leiknum alveg eins og Ståle Solbakken sem mun taka við norska landsliðinu á næsta ári.

Rúnar átti ekki þátt í mörkum liðsins sem Mamadou Diallo skoraði, það fyrra með viðstöðulausu skoti og það síðara úr vítaspyrnu.

Á heimasíðu KR má finna upptalningu á stjörnuleikmönnum Lilleströmsliðsins. „Með Allstars-liðinu léu margir hetjur Lilleström s.s. núverandi þjálfari A-liðsins Henning Berg (lék einnig með Blackburn og Man. U.), Ståle Solbakken (nú þjálfari FC Kaupmannahafnar og verðandi þjálfari A-landsliðs Noregs) og Gunnar Halle (lék einnig með Leeds og Oldham). Rúnar lék með Lilleström á árunum 1997 til 2000," segir í fréttinni á heimasíðu KR.

Hér er einnig hægt að finna myndband á heimasíðu Lillestrøm þar sem sjást svipmyndir frá leiknum sem og þegar leikmenn eru kynntir til leiks.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×