Innlent

Söng í ræðustól á Alþingi - myndband

Árni Johnsen þingmaður Sálfstæðisflokksins.
Árni Johnsen þingmaður Sálfstæðisflokksins.
Árni Johnsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins kemur sífellt á óvart. Hann hefur stjórnað brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í fjölda mörg ár og svo virðist sem hann hafi fært það hlutverk sinn inn á Alþingi. Rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi kvað Árni sér hljóðs í umræðum um endrugreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi, þar sem hann söng lítinn lagstúf.

Árni talaði um hversu mikilvægt væri að hlúa vel að kvikmyndagerðarfólk í landinu. Nefndi hann þar helstu kvikmyndaleikstjóra þjóðarinnar, svo sem Baltasar Kormák, Friðrik Þór Friðriksson og Hilmar Oddsson.

Hann ávarpaði síðan virðulegan forseta og sagði margt óunnið í þessum efnum. Bæði sögulega og náttúrulega og tækifærin væru við hvert fótmál.

„Hugsum okkur til að mynda Skagafjörðinn með kvöldsettu sólsetri. Þar sem í Drangey blundar fugl við brún og blóðrauð sólin tinar og kvikmynd um þetta dýrlega svæði gæti byrjað með þessu erindi hérna," sagði Árni sem söng síðan fyrsta erindi í laginu Laugardagskveld við texta Magnúsar Ásgeirssonar:

Það var kátt hérna' um laugardagskvöldið á Gili

það kvað við öll sveitin af dansi og spili

það var hó! það var hopp! það var hæ!

Hann Hofs-Láki, æringi austan af landi

þar úti í túnfæti dragspilið þandi

hæ, dúdelí! dúdelí! dæ!

Hægt er að sjá myndband af söng Árna hér. - (Söngurinn hefst eftir 03:26)








Fleiri fréttir

Sjá meira


×