Sport

Hafþór náði besta árangri Íslendings á Evróputúrnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hafþór Harðarson með verðlaun sín en hann er annar frá hægri.
Hafþór Harðarson með verðlaun sín en hann er annar frá hægri.

Hafþór Harðarson, 22 ára keilari úr ÍR, sem spilar nú með sænska félaginu Team Pergamon, varð um helgina í öðru sæti á móti í Evrópumótaröðinni sem fram fór í Ljubijana í Slóveníu. Þetta er langbesti árangur Íslendings á Evróputúrnum í keilu.

Hafþór tapaði naumlega á móti Osella Luca frá Ítalíu í úrslitaleiknum eða aðeins með átta pinnum. Hafþór spilaði +a 234 og 216 en Ítalinn 233 og 225. Hafþór var því með einn pinna í forskot eftir fyrri leikinn.

Hafþór vann Þjóðverjann David Canady, 468-452 í undanúrslitum og Svíann Denis Eklund 459-416 í átta liða úrslitum á mótinu. Hafþór varð fjórði í undanrásunum.

Árangur Hafþórs er frábær en þess ber þó að geta að þetta er eitt af minni mótunum á Evróputúrnum og fáir af bestu spilurunum tóku þátt.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×