Sport

Helga Margrét með forystu í sjöþrautinni - Stefnir í Íslandsmet

Ómar Þorgeirsson skrifar
Helga Margrét Þorsteinsdóttir.
Helga Margrét Þorsteinsdóttir.

Seinni keppnisdagur á Norðurlandameistaramóti unglinga hefst á Kópavogsvelli kl. 10 í dag en eftir fyrri daginn í gær hefur íslensku keppendunum vegnað misvel.

Helga Margrét Þorsteinsdóttir er með forystu í sjöþraut í flokki 18-19 ára og stefnir í Íslandsmet hjá henni. Helga Margrét bætti árangur sinn í kúluvarpi í gær og setti um leið nýtt íslandsmet í stúlkna -og unglingaflokki.

Þá bætti Helga Margrét einnig besta árangur sinn í 200 metra hlaupi en hún hefur 336 stiga forystu eftir fyrri daginn.

Einar Daði Lárusson fór vel af stað í gær í tugþraut í flokki 18-19 ára en gerði svo öll þrjú stökk sín í langstökk ógild og á því ekki lengur von á því að komast á verðlaunapall.

Bjarki Gíslason er hins vegar í baráttunni um að komast á verðlaunapall í sama aldursflokki og er eins og er í fjórða sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×