Viðskipti innlent

Straumur hækkaði um rúm 30 prósent í vikunni

William Fall, forstjóri Straums.
William Fall, forstjóri Straums. Mynd/Rósa

Gengi hlutabréfa í Straumi hefur haldið áfram að hækka í Kauphöllinni í dag en síðastaliðna þrjá daga hefur það rokið upp um rétt rúm 30 prósent. Breska viðskiptablaðið Financial Times hafði eftir William Fall, forstjóra, í gær, að bankinn sé að skoða flutning frá Íslandi og sé að skoða skráningu á markað í Stokkhólmi í Svíþjóð og í Lundúnum í Bretlandi.

Á sama tíma hefur gengi bréfa í Icelandair Group hækkað um 0,38 prósent en bréf Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, fallið um 11,76 prósent.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,59 prósent og stendur í 322 stigum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×