Góðir möguleikar á Grammy 7. febrúar 2009 05:00 Klarinettuleikarinn vonast til að sinfóníuhljómsveitin fái Grammy-verðlaunin annað kvöld. fréttablaðið/vilhelm Meðlimir Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem er tilnefnd til Grammy-verðlaunanna í ár, bíða nú spenntir eftir afhendingu þeirra í Los Angeles annað kvöld. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu verður enginn fulltrúi hennar viðstaddur hátíðina en meðlimirnir láta það ekki á sig fá og ætla að fylgjast grannt með framvindu mála hér heima. Rúnar Óskarsson, klarinettuleikari og formaður starfsmannafélags hljómsveitarinnar, telur að hún eigi góðan möguleika á sigri. „Ef dómnefndin þarna úti hefur einhver fagleg sjónarmið í úrskurði sínum eigum við alveg jafna möguleika og hinir. Það er ekki hægt að afskrifa okkur," segir hann og telur að framkvæmdastjórinn Þröstur Ólafsson hafi verið helst til svartsýnn á sigur í grein Fréttablaðsins á miðvikudag. Rúnar segir að það yrði meiri háttar ef verðlaunin féllu í skaut sveitarinnar. „Það væri ótrúlegt fyrir hljómsveitina, ekki bara gagnvart okkur heldur líka til að sýna fram á að við erum alvöru hljómsveit. Þetta er þjóðarhljómsveit sem við eigum að vera stolt af." Hann bætir við að sinfóníuhljómsveitin hafi fengið byr í seglin að undanförnu því áhorfendafjöldinn hafi aukist mikið og stemningin sömuleiðis. „Áhorfendur standa upp og klappa oftar en þeir hafa gert. Okkur finnst vera meiri stemning, jafnvel líka út af þessum Grammy-verðlaunum." Vegna fjárskorts þurfti sinfóníu-hljómsveitin að hætta við fyrir-hugaða Japansferð sína eins og komið hefur fram. Af sömu ástæðum hefur Spánarferð, sem var plönuð í febrúar, einnig verið flautuð af. Til að bæta fyrir það verður árshátíð sveitarinnar hinn 28. febrúar haldin með sérstöku Spánarívafi. - fb Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Meðlimir Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem er tilnefnd til Grammy-verðlaunanna í ár, bíða nú spenntir eftir afhendingu þeirra í Los Angeles annað kvöld. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu verður enginn fulltrúi hennar viðstaddur hátíðina en meðlimirnir láta það ekki á sig fá og ætla að fylgjast grannt með framvindu mála hér heima. Rúnar Óskarsson, klarinettuleikari og formaður starfsmannafélags hljómsveitarinnar, telur að hún eigi góðan möguleika á sigri. „Ef dómnefndin þarna úti hefur einhver fagleg sjónarmið í úrskurði sínum eigum við alveg jafna möguleika og hinir. Það er ekki hægt að afskrifa okkur," segir hann og telur að framkvæmdastjórinn Þröstur Ólafsson hafi verið helst til svartsýnn á sigur í grein Fréttablaðsins á miðvikudag. Rúnar segir að það yrði meiri háttar ef verðlaunin féllu í skaut sveitarinnar. „Það væri ótrúlegt fyrir hljómsveitina, ekki bara gagnvart okkur heldur líka til að sýna fram á að við erum alvöru hljómsveit. Þetta er þjóðarhljómsveit sem við eigum að vera stolt af." Hann bætir við að sinfóníuhljómsveitin hafi fengið byr í seglin að undanförnu því áhorfendafjöldinn hafi aukist mikið og stemningin sömuleiðis. „Áhorfendur standa upp og klappa oftar en þeir hafa gert. Okkur finnst vera meiri stemning, jafnvel líka út af þessum Grammy-verðlaunum." Vegna fjárskorts þurfti sinfóníu-hljómsveitin að hætta við fyrir-hugaða Japansferð sína eins og komið hefur fram. Af sömu ástæðum hefur Spánarferð, sem var plönuð í febrúar, einnig verið flautuð af. Til að bæta fyrir það verður árshátíð sveitarinnar hinn 28. febrúar haldin með sérstöku Spánarívafi. - fb
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira