Kristinn fyrstur yfir 15 metrana í þrístökki 7. febrúar 2009 21:45 FH-ingar eru fyrirferðarmiklir á meistaramótinu 30 ára gamalt Íslandsmet var slegið í dag þegar keppt var til úrslita í 12 greinum á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum. Kristinn Torfason úr FH bætti 30 ára gamalt Íslandsmet í þrístökki þegar hann stökk 15,05 metra og varð með því fyrsti Íslendingurinn til að rjúfa 15 metra múrinn. Eldra metið átti Friðrik Þór Óskarsson úr ÍR, en Kristinn bætti sinn besta árangur um hvorki meira né minna en 72 sentimetra í dag. Björn Margeirsson sigraði í 1500 metra hlaupi, í kvennaflokki sigraði Arndís Ýr Hafþórsdóttir Fjölni. Óðinn Björn Þorsteinsson FH sigraði örugglega í kúluvarpi, kastaði 17,75 metra. Ásdís Hjálmsdóttir Ármanni bætti árangur sinn í kúlunni þegar hún sigraði í kvennaflokki, kastaði 14,19 metra. Hafdís Sigurðardóttir HSÞ og Trausti Stefánsson FH sigruðu í 400 metra hlaupi. Ágústa Tryggvadóttir Selfossi sigraði í hástökki, Jóhanna Ingadóttir ÍR í langstökki og Börkur Smári Kristinsson ÍR í stangarstökki. Í 60 metra hlaupi kvenna sigraði Linda Björk Lárusdóttir Breiðabliki, hljóp á 7,81 sekúndu. Hrafnhildur Eir Hermóðsdóttir ÍR varð önnur á 7,90 sekúndum og Hafdís Sigurðardóttir HSÞ, þriðja á 8,03 sekúndum. Mikil spenna var í 60 metra hlaupi karla. Tveir piltar úr Breiðabliki, þeir Magnús Valgeir Gíslason og Arnór Jónsson komu í mark á sama tíma, 7 sekúndum sléttum. Trausti Stefánsson úr FH varð þriðji á 7,01 sekúndu og Sveinn Elías Elíasson úr Fjölni varð að gera sér fjórða sætið að góðu á 7,08 sekúndum. Innlendar Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sjá meira
30 ára gamalt Íslandsmet var slegið í dag þegar keppt var til úrslita í 12 greinum á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum. Kristinn Torfason úr FH bætti 30 ára gamalt Íslandsmet í þrístökki þegar hann stökk 15,05 metra og varð með því fyrsti Íslendingurinn til að rjúfa 15 metra múrinn. Eldra metið átti Friðrik Þór Óskarsson úr ÍR, en Kristinn bætti sinn besta árangur um hvorki meira né minna en 72 sentimetra í dag. Björn Margeirsson sigraði í 1500 metra hlaupi, í kvennaflokki sigraði Arndís Ýr Hafþórsdóttir Fjölni. Óðinn Björn Þorsteinsson FH sigraði örugglega í kúluvarpi, kastaði 17,75 metra. Ásdís Hjálmsdóttir Ármanni bætti árangur sinn í kúlunni þegar hún sigraði í kvennaflokki, kastaði 14,19 metra. Hafdís Sigurðardóttir HSÞ og Trausti Stefánsson FH sigruðu í 400 metra hlaupi. Ágústa Tryggvadóttir Selfossi sigraði í hástökki, Jóhanna Ingadóttir ÍR í langstökki og Börkur Smári Kristinsson ÍR í stangarstökki. Í 60 metra hlaupi kvenna sigraði Linda Björk Lárusdóttir Breiðabliki, hljóp á 7,81 sekúndu. Hrafnhildur Eir Hermóðsdóttir ÍR varð önnur á 7,90 sekúndum og Hafdís Sigurðardóttir HSÞ, þriðja á 8,03 sekúndum. Mikil spenna var í 60 metra hlaupi karla. Tveir piltar úr Breiðabliki, þeir Magnús Valgeir Gíslason og Arnór Jónsson komu í mark á sama tíma, 7 sekúndum sléttum. Trausti Stefánsson úr FH varð þriðji á 7,01 sekúndu og Sveinn Elías Elíasson úr Fjölni varð að gera sér fjórða sætið að góðu á 7,08 sekúndum.
Innlendar Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sjá meira