Fótbolti

Ranieri verður sýnd virðing

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lærisveinar Ranieris í Juventus mæta á Stamford Bridge í kvöld.
Lærisveinar Ranieris í Juventus mæta á Stamford Bridge í kvöld. Nordic Photos/Getty Images

Stuðningsmenn og leikmenn Chelsea munu sýna gamla stjóranum, Claudio Ranieri, virðingu er hann snýr aftur á Stamford Bridge í kvöld sem þjálfari hjá Juventus.

„Hann er herramannsþjálfari og afar klókur þess utan," sagði Guus Hiddink, núverandi stjóri Chelsea, um Ranieri sem stýrði Chelsea-liðinu í ein fjögur ár.

„Hann kann að höndla pressuna sem fylgir starfinu og ég ber mikla virðingu fyrir honum sem þjálfara."

Frank Lampard tekur í sama streng en hann segist eiga Ranieri mikið að þakka.

„Hann hjálpaði mér að þróast sem leikmaður og að sjá heiminn í réttu ljósi. Hann opnaði augu mín fyrir mörgum nýjum hlutum. Hann á þess utan skilið miklar þakkir fyrir það starf sem hann vann hjá félaginu en hann reif það upp og kom því á meðal þeirra bestu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×