Höfuðpaur í stóra fíkniefnamálinu talinn skipuleggja dópsmygl 10. maí 2009 18:54 Einn af höfuðpaurunum í stóra fíkniefnamálinu svokallaða frá árinu 1999 var búsettur í Brasilíu í mörg ár og er grunaður um að eiga aðild að skipulögðu dópsmygli frá Brasilíu til Íslands. Mörg íslensk burðardýr hafa verið tekin í landinu undanfarin ár. Í fréttum okkur í vikunni sögðum við frá því að það væri ekkert einsdæmi að Íslendingar reyndu kókaínsmygl frá Brasilíu til Íslands. Leiðin sem Ragnar Erling Hermannson ætlaði með kílóin sín frá Brasilíu til Malagá hefur margoft verið farin áður. Ragnar komst hins vegar ekki langt. Hann var handtekinn á flugvelli borgarinnar Recife í Brasilíu. Athygli vekur að Sverrir Þór Gunnarsson einn höfuðpauranna í stóra fíkniefnamálinu svokallaða hefur verið búsettur í Recife undanfarin ár. Hann fluttist þangað eftir að hafa lokið afplánun á sjö ára fangelsisdómi fyrir aðild að stórfelldu kókaínsmygli. En þótt Sverrir hafi flutt frá Litla-Hrauni til Brasilíu hefur hann haldið tengslum við Ísland. Hann á til að mynda nokkrar fasteignir í Reykjavík og í einni þeirra gómaði lögreglan hóp af vændiskonum í hitt í fyrra. Vændiskonurnar voru allar frá Brasilíu. Þá hafa nokkrir af samverkamönnum Sverris úr stóra fíkniefnamálinu haldið uppteknum hætti. Nokkrir þeirra hafa verið handteknir og dæmdir nýlega fyrir tilraun til að smygla miklu magni af kókaíni til landsins. Í einu nýlegu smyglmáli kom til dæmis fram að smyglarinn millifærði tugi milljóna króna til félags í eigu Sverris í Panama. Smyglarinn útskýrði það svo í Héraðsdómi sem greiðslu vegna byggingaframkvæmda í Brasilíu. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að vegna fyrri tengsla Sverris við bæði og gömul og nýleg kókaínmál hafi lögreglan hann haft hann undir eftirliti í tengslum við þau fíkniefnamál sem komið hafa upp í Brasilíu á undanförnum árum. Einn heimildarmaður fréttastofu orðaði það sem svo að smyglarar þurfi á einhverjum að halda sem geti komið íslenskum kaupendum og burðardýrum í sambönd við söluaðila kókaíns sem þeir geti treyst. Lögregla þurfi meðal annars að kanna hvort Sverrir hafi gegnt slíku hlutverki. Sverrir Þór Gunnarsson flutt nýlega frá Brasilíu og borginni Recife til Amsterdam en Amsterdam er einskonar vörutorg Íslendinga sem vilja smygla í hass, spítt og e-tölum til landsins. Sveddi tönn handtekinn Fíkniefnabrot Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Sjá meira
Einn af höfuðpaurunum í stóra fíkniefnamálinu svokallaða frá árinu 1999 var búsettur í Brasilíu í mörg ár og er grunaður um að eiga aðild að skipulögðu dópsmygli frá Brasilíu til Íslands. Mörg íslensk burðardýr hafa verið tekin í landinu undanfarin ár. Í fréttum okkur í vikunni sögðum við frá því að það væri ekkert einsdæmi að Íslendingar reyndu kókaínsmygl frá Brasilíu til Íslands. Leiðin sem Ragnar Erling Hermannson ætlaði með kílóin sín frá Brasilíu til Malagá hefur margoft verið farin áður. Ragnar komst hins vegar ekki langt. Hann var handtekinn á flugvelli borgarinnar Recife í Brasilíu. Athygli vekur að Sverrir Þór Gunnarsson einn höfuðpauranna í stóra fíkniefnamálinu svokallaða hefur verið búsettur í Recife undanfarin ár. Hann fluttist þangað eftir að hafa lokið afplánun á sjö ára fangelsisdómi fyrir aðild að stórfelldu kókaínsmygli. En þótt Sverrir hafi flutt frá Litla-Hrauni til Brasilíu hefur hann haldið tengslum við Ísland. Hann á til að mynda nokkrar fasteignir í Reykjavík og í einni þeirra gómaði lögreglan hóp af vændiskonum í hitt í fyrra. Vændiskonurnar voru allar frá Brasilíu. Þá hafa nokkrir af samverkamönnum Sverris úr stóra fíkniefnamálinu haldið uppteknum hætti. Nokkrir þeirra hafa verið handteknir og dæmdir nýlega fyrir tilraun til að smygla miklu magni af kókaíni til landsins. Í einu nýlegu smyglmáli kom til dæmis fram að smyglarinn millifærði tugi milljóna króna til félags í eigu Sverris í Panama. Smyglarinn útskýrði það svo í Héraðsdómi sem greiðslu vegna byggingaframkvæmda í Brasilíu. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að vegna fyrri tengsla Sverris við bæði og gömul og nýleg kókaínmál hafi lögreglan hann haft hann undir eftirliti í tengslum við þau fíkniefnamál sem komið hafa upp í Brasilíu á undanförnum árum. Einn heimildarmaður fréttastofu orðaði það sem svo að smyglarar þurfi á einhverjum að halda sem geti komið íslenskum kaupendum og burðardýrum í sambönd við söluaðila kókaíns sem þeir geti treyst. Lögregla þurfi meðal annars að kanna hvort Sverrir hafi gegnt slíku hlutverki. Sverrir Þór Gunnarsson flutt nýlega frá Brasilíu og borginni Recife til Amsterdam en Amsterdam er einskonar vörutorg Íslendinga sem vilja smygla í hass, spítt og e-tölum til landsins.
Sveddi tönn handtekinn Fíkniefnabrot Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Sjá meira