Sport

Góður dagur hjá íslenska sundfólkinu

Ómar Þorgeirsson skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir. Mynd/Eyþór

Íslenska sundfólkið stóð sig með glæsibrag á Smáþjóðaleikunum í dag og var afraksturinn fjögur gullverðlaun, sex silfurverðlaun og tvö bronsverðlaun.

Þá voru þrjú leikjamet og eitt Íslandsmet sett og þar að auki mikið um persónuleg met hjá sundfólkinu okkar.

Hrafnhildur Lúthersdóttir sigraði í 100 metra bringusundi á nýju leikjameti þegar hún synti á tímanum 1:11,21 og Jakob Jóhann Sveinsson setti einnig leikjamet í 100 metra bringusundi.

Í boðsundinu féll svo leikjamet og Íslandsmet hjá kvennasveit Íslands í 4x200 metra skriðsundi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×