Hvað eru norðurljós? Siggi stormur skrifar 4. febrúar 2009 12:00 Lega norðurljósanna á Norðurhveli jarðar. Norðurljósin geta verið mikið sjónarspil enda fjöllita "tjöld" sem oft sjást geisast fram og aftur á himninum með nokkuð reglubundnum hætti yfir Íslandi. En hvaða fyrirbæri er þetta sem stundum sést og stundum ekki - fyrirbæri sem þrátt fyrir nafn sitt Norðurljós sést ekki á norðurpólnum en sést yfir Íslandi? Upphafið má rekja til sólarinnar. Yfirborð hennar sendir stöðugt frá sér svokallaðan sólvind. Hann samanstendur af hlöðnum ögnum - svokölluðum róteindum og rafeindum. Segulsvið jarðarinnar hrindir þessum ögnum yfirleitt frá sér en í námunda við pólana, Norður- og suðurpól, sleppur lítill hluti þessara agna inn í segulsvið jarðarinnar. Þetta svæði myndar nokkurkonar kraga umhverfis pólana eins og myndin sýnir. Þegar þessar agnir hafa sloppið í gegn þá fá gassameindirnar sem eru i loftinu viðbótarorku frá þessum ögnum. Þá er sagt að sameindirnar örvist og þá fara þær að senda frá sér ljós. Það er þetta ljós sem við köllum Norðurljós. Gulur og grænn er algengasti litur norðurljósanna. Hann kemur frá örvuðu súrefni í um 100 kílómetra hæð. Ef súrefni í mikilli hæð, 200 kílómetra hæð eða meira örvast verður liturinn rauður. Einnig getur köfnunarefni gefið rauðan lit en einnig bláan og fjólubláan. Norðurljósin eru því í mikilli hæð, um 90-250 km hæð og við á Íslandi erum svo heppin að vera staðsett undir þessu norðurljósabelti við allar eðlilegar aðstæður. Hins vegar er virkni norðurljósanna mismunandi allt eftir styrk sólvindanna og raunar er talað um sólstróka þegar vindarnir eru hvað öflugastir. Í gegnum aldirnar hefur myndast þjóðtrú í kringum norðurljósin. Ef norðurljósin eru á mikilli hreyfingu boðar það hvassviðri en séu þau kyrr sé von á stillum. Þá má finna þá trú að rauð norðurljós séu ofriðarboði. Sambærilega ljósadýrð er einnig að finna á suðurhveli jarðar og kallast þar suðurljós. Veður Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Norðurljósin geta verið mikið sjónarspil enda fjöllita "tjöld" sem oft sjást geisast fram og aftur á himninum með nokkuð reglubundnum hætti yfir Íslandi. En hvaða fyrirbæri er þetta sem stundum sést og stundum ekki - fyrirbæri sem þrátt fyrir nafn sitt Norðurljós sést ekki á norðurpólnum en sést yfir Íslandi? Upphafið má rekja til sólarinnar. Yfirborð hennar sendir stöðugt frá sér svokallaðan sólvind. Hann samanstendur af hlöðnum ögnum - svokölluðum róteindum og rafeindum. Segulsvið jarðarinnar hrindir þessum ögnum yfirleitt frá sér en í námunda við pólana, Norður- og suðurpól, sleppur lítill hluti þessara agna inn í segulsvið jarðarinnar. Þetta svæði myndar nokkurkonar kraga umhverfis pólana eins og myndin sýnir. Þegar þessar agnir hafa sloppið í gegn þá fá gassameindirnar sem eru i loftinu viðbótarorku frá þessum ögnum. Þá er sagt að sameindirnar örvist og þá fara þær að senda frá sér ljós. Það er þetta ljós sem við köllum Norðurljós. Gulur og grænn er algengasti litur norðurljósanna. Hann kemur frá örvuðu súrefni í um 100 kílómetra hæð. Ef súrefni í mikilli hæð, 200 kílómetra hæð eða meira örvast verður liturinn rauður. Einnig getur köfnunarefni gefið rauðan lit en einnig bláan og fjólubláan. Norðurljósin eru því í mikilli hæð, um 90-250 km hæð og við á Íslandi erum svo heppin að vera staðsett undir þessu norðurljósabelti við allar eðlilegar aðstæður. Hins vegar er virkni norðurljósanna mismunandi allt eftir styrk sólvindanna og raunar er talað um sólstróka þegar vindarnir eru hvað öflugastir. Í gegnum aldirnar hefur myndast þjóðtrú í kringum norðurljósin. Ef norðurljósin eru á mikilli hreyfingu boðar það hvassviðri en séu þau kyrr sé von á stillum. Þá má finna þá trú að rauð norðurljós séu ofriðarboði. Sambærilega ljósadýrð er einnig að finna á suðurhveli jarðar og kallast þar suðurljós.
Veður Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira