Berglind Björg Þorvalsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir skoruðu báðar þrennu í Lengjubikar kvenna í kvöld þegar Breiðablik vann níu marka sigur á KR.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði sín mörk á 9., 32. og 56. mínútu en þrenna Söru Bjarkar Gunnarsdóttur kom á 13., 48. og 67. mínútu. Þær skoruðu saman fyrstu fjögur mörk Blika í leiknum.
Hin þrjú mörk Blika í leiknum skoruðu Hlín Gunnlaugsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Sandra Sif Magnúsdóttir.
Breiðablik er með 11 stig og á toppnum í A-riðlinum en Valur getur enn náð Blikum að stigum vinni liðið lokaleik sinn á móti sameiginlegu liði Aftureldingar og Fjölnis með tíu marka mun eða meira.
KR-liðið hefur misst marga leikmenn frá því í fyrra og hefur verið að tapa stórt í síðustu leikjum en liðið er í 5. sæti riðilsins með 3 stig og markatöluna 8-22.