Sigríður Ingibjörg í framboð fyrir Samfylkingu 19. febrúar 2009 17:45 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir ætlar að gefa kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Í yfirlýsingu frá Sigríði segist hún vilja taka þátt í að móta farsælt og sterkt jafnaðar- og lýðræðissamfélag sem einkennist af lýðræðislegum vinnubrögðum, jafnrétti og sanngirni að norrænni fyrirmynd. „Þetta eru mín leiðarljós um leið og ég hafna leið sérhagsmuna, einkavinavæðingar og hjarðhegðunar sem ógna lýðræði og faglegum vinnubrögðum," segir Sigríður meðal annars. Hún segir stjórnmálaskoðanir sínar hafa mótast af þátttöku í starfi Kvennalistans og Samfylkingarinnar, störfum fyrir ASÍ og Félags- og tryggingamálaráðuneytið og kynnum sínum af sænsku samfélagi. „Þar bjó ég í sex ár og lauk magisterprófi í hagfræði frá Uppsalaháskóla eftir að hafa lokið B.A. prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Sem varaformaður Samfylkingarinnar í Reykjavík hef ég tekið þátt í öflugu grasrótarstarfi undanfarin ár. Á þeim vettvangi hef ég skynjað styrk hins almenna flokksmanns sem gat ekki liðið leyndarhyggju, spillingu og verkkvíða fyrrum samstarfsflokks Samfylkingarinnar." Hún segir hrun bankakerfisins með tilheyrandi efnahagskreppu hafa leitt til óánægju almennings og vantrausts á stjórnmálamönnum og stjórnsýslu landsins. „Við þessu þarf flokkurinn að bregðast með víðtækri uppstokkun og endurnýjun, jafnt á fólki sem starfsháttum. Ég hef alltaf leitast við að vera trú sannfæringu minni og þann 9. október 2008 sagði ég mig úr bankaráði Seðlabanka Íslands eftir að hafa skorað á bankastjórana að víkja. Markmið mitt var og er að bankinn endurheimti traust eftir hrun fjármálakerfisins og gjaldmiðilsins. Í kjölfarið hvatti ég einnig til að stokkað væri upp í Fjármálaeftirliti og ríkisstjórn og að gengið yrði til kosninga." Að lokum segist hún hafa fengið fjölda áskorana og eftir vandlega íhugun hafi hún ákveðið að bjóða fram krafta sína til þessa mikilvæga verkefnis. „Í prófkjöri gefst flokksmönnum einstakt tækifæri til að endurnýja flokkinn, styrkja stöðu hans og endurvinna traust kjósenda." Sigríður er 40 ára, gift Birgi Hermannssyni stjórnmálafræðingi. Hún á fjögur börn á aldrinum 3ja til 17 ára. Kosningar 2009 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Sjá meira
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir ætlar að gefa kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Í yfirlýsingu frá Sigríði segist hún vilja taka þátt í að móta farsælt og sterkt jafnaðar- og lýðræðissamfélag sem einkennist af lýðræðislegum vinnubrögðum, jafnrétti og sanngirni að norrænni fyrirmynd. „Þetta eru mín leiðarljós um leið og ég hafna leið sérhagsmuna, einkavinavæðingar og hjarðhegðunar sem ógna lýðræði og faglegum vinnubrögðum," segir Sigríður meðal annars. Hún segir stjórnmálaskoðanir sínar hafa mótast af þátttöku í starfi Kvennalistans og Samfylkingarinnar, störfum fyrir ASÍ og Félags- og tryggingamálaráðuneytið og kynnum sínum af sænsku samfélagi. „Þar bjó ég í sex ár og lauk magisterprófi í hagfræði frá Uppsalaháskóla eftir að hafa lokið B.A. prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Sem varaformaður Samfylkingarinnar í Reykjavík hef ég tekið þátt í öflugu grasrótarstarfi undanfarin ár. Á þeim vettvangi hef ég skynjað styrk hins almenna flokksmanns sem gat ekki liðið leyndarhyggju, spillingu og verkkvíða fyrrum samstarfsflokks Samfylkingarinnar." Hún segir hrun bankakerfisins með tilheyrandi efnahagskreppu hafa leitt til óánægju almennings og vantrausts á stjórnmálamönnum og stjórnsýslu landsins. „Við þessu þarf flokkurinn að bregðast með víðtækri uppstokkun og endurnýjun, jafnt á fólki sem starfsháttum. Ég hef alltaf leitast við að vera trú sannfæringu minni og þann 9. október 2008 sagði ég mig úr bankaráði Seðlabanka Íslands eftir að hafa skorað á bankastjórana að víkja. Markmið mitt var og er að bankinn endurheimti traust eftir hrun fjármálakerfisins og gjaldmiðilsins. Í kjölfarið hvatti ég einnig til að stokkað væri upp í Fjármálaeftirliti og ríkisstjórn og að gengið yrði til kosninga." Að lokum segist hún hafa fengið fjölda áskorana og eftir vandlega íhugun hafi hún ákveðið að bjóða fram krafta sína til þessa mikilvæga verkefnis. „Í prófkjöri gefst flokksmönnum einstakt tækifæri til að endurnýja flokkinn, styrkja stöðu hans og endurvinna traust kjósenda." Sigríður er 40 ára, gift Birgi Hermannssyni stjórnmálafræðingi. Hún á fjögur börn á aldrinum 3ja til 17 ára.
Kosningar 2009 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Sjá meira