Fyrrverandi fulltrúi hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir ólíklegt að sambandsþjóðirnar slaki á kröfum fyrir upptöku Evrunnar þótt Ísland gangi í sambandið. Þeir vilji ekki veikja gjaldmiðilinn.
Graham Avery starfaði í mörg ár hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í Brussel en er nú hjá Oxford háskóla. Hann hvers mætti vænta af fullrúum ESB í viðræðum á fundi Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknarseturs um smáríki í Háskóla Íslands í dag.
Hann segir vitað um evruáhuga Íslands. Mörg ríki ESB eigi eftir að uppfylla skilyrði fyrir upptöku evrunnar. Þau geti gagnast við endurreisn Íslands.
Avery er efins um að slakað yrði á kröfum fyrir upptök evrunnar fyrir Ísland eða aðrar þjóðir. Sé gengið í myntsamstarfið sé það alvarleg tillaga og ríki í evru samstarfinu vilji ekki sjá samstarfið veikjast.
Avery segir ljóst að fiskveiði mál geti vafist fyrir í viðræðum um aðild en segir að með endurskoðun sameiginlegrar fiskveiðistenfu Evrópusambandsins sé verið að færa hana nær fyrirkomulaginu á Íslandi. Hann telur að með aðild að ESB gætu Íslendingar lagt mikið af mörkum til að tryggja mun betri fiskveiðistefnu sambandsins.
Avery segir að ef farið verði í aðildarviðræður verði samninganefndin sem og fjölmiðlar og álitsgjafar að halda almenningi vel upplýstum. Fólkið eigi síðasta orðið og þurfi að vita út á hvað Evrópusambandið gangi. Þetta snúist ekki bara um fisk og peninga. Þeta sé stjórnmálalegt og efnahagslegt framtak og hann telji að Ísland geti leiki mikið og jákvætt hlutverk innan ESB.
Á ekki von á tilslökunum
Guðjón Helgason skrifar