Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hættir 10. apríl 2009 15:26 Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, ætlar að láta af störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Andri sendi fjölmiðlum fyrir stundu. Andri hverfur á brott í kjölfar mikilla umræðna um styrkveitingar til Sjálfstæðisflokksins upp á 55 milljónir króna frá tveimur fyrirtækjum í árslok 2006. Andri tekur þó skýrt fram að hann hafi ekki átt frumkvæði að því að haft var samband við FL Group eða Landsbankann um styrkveitingu. Þá hafi hann ekki tekið ákvörðun um að veita styrkjunum viðtöku. Yfirlýsing Andra fer hér á eftir „Af gefnu tilefni vegna ofangreindra styrkveitinga vil ég að eftirfarandi komi fram: Þrátt fyrir þetta og þær skýringar sem komu fram í yfirlýsingu fyrrverandi formanns flokksins er það mitt mat að við núverandi aðstæður þjóni það best hagsmunum Sjálfstæðisflokksins að ég láti af störfum sem framkvæmdastjóri hans þar sem mikilvægt er að leita allra leiða til að skapa traust og frið um flokksstarfið. Af þeim sökum hef ég boðist til að víkja úr stöðu minni. Þetta geri ég í trausti þess að Sjálfstæðisflokkurinn, flokksmenn og frambjóðendur, fái sanngjarnt tækifæri og ráðrúm til að vinna stefnu sinni og hugsjónum brautargengi í komandi kosningum. Vissulega er þessi ákvörðun þungbær fyrir mig persónulega en hún er léttvæg í samanburði við hagsmuni þá sem eru í húfi. Það er einlæg von mín að þessi ákvörðun verði til þess að friður skapist. Ég bind miklar vonir við nýkjörna forystu flokksins og hlakka til að leggja mitt af mörkum til að stuðla að framgangi sjálfstæðisstefnunnar sem almennur flokksmaður á öðrum vettvangi. Andri Óttarsson" Kosningar 2009 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, ætlar að láta af störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Andri sendi fjölmiðlum fyrir stundu. Andri hverfur á brott í kjölfar mikilla umræðna um styrkveitingar til Sjálfstæðisflokksins upp á 55 milljónir króna frá tveimur fyrirtækjum í árslok 2006. Andri tekur þó skýrt fram að hann hafi ekki átt frumkvæði að því að haft var samband við FL Group eða Landsbankann um styrkveitingu. Þá hafi hann ekki tekið ákvörðun um að veita styrkjunum viðtöku. Yfirlýsing Andra fer hér á eftir „Af gefnu tilefni vegna ofangreindra styrkveitinga vil ég að eftirfarandi komi fram: Þrátt fyrir þetta og þær skýringar sem komu fram í yfirlýsingu fyrrverandi formanns flokksins er það mitt mat að við núverandi aðstæður þjóni það best hagsmunum Sjálfstæðisflokksins að ég láti af störfum sem framkvæmdastjóri hans þar sem mikilvægt er að leita allra leiða til að skapa traust og frið um flokksstarfið. Af þeim sökum hef ég boðist til að víkja úr stöðu minni. Þetta geri ég í trausti þess að Sjálfstæðisflokkurinn, flokksmenn og frambjóðendur, fái sanngjarnt tækifæri og ráðrúm til að vinna stefnu sinni og hugsjónum brautargengi í komandi kosningum. Vissulega er þessi ákvörðun þungbær fyrir mig persónulega en hún er léttvæg í samanburði við hagsmuni þá sem eru í húfi. Það er einlæg von mín að þessi ákvörðun verði til þess að friður skapist. Ég bind miklar vonir við nýkjörna forystu flokksins og hlakka til að leggja mitt af mörkum til að stuðla að framgangi sjálfstæðisstefnunnar sem almennur flokksmaður á öðrum vettvangi. Andri Óttarsson"
Kosningar 2009 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira