Innlent

Rannsóknarnefnd skoðar bankana

rannsóknarnefndin
rannsóknarnefndin

Styrkir til stjórnmálaflokka eru meðal þess sem rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið rannsakar, staðfesti Tryggvi Gunnarsson nefndarmaður í samtali við Fréttablaðið 11. apríl.

Nefndin hefur óskað eftir upplýsingum frá bönkunum um hugsanlegar fyrirgreiðslur til stjórnmálamanna.Athugunin beinist ekki að hugsanlegum viðskiptum eignarhaldsfélaga, svo sem FL Group, við stjórnmálamenn.

Viðfangsefni nefndarinnar eru bankarnir en ekki almenn fyrirtæki.

Engar upplýsingar fengust í gær um framgang rannsóknarinnar.

- kóþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×