Viðskipti erlent

Gjaldþrot Sterling með því stærsta í Danmörku

Gjaldþrot Sterling flugfélagsins í Danmörku stefnir í að verða eitt það stærsta í Danmörku á síðustu árum. Kröfur í þrotabúið nema nú 870 milljónum danskra kr. eða hátt í 20 milljörðum kr. og fer kröfunum enn fjölgandi.

Þetta kemur fram á vefsíðunni Standby.dk. Þar segir að gjaldþrotið keppi nú við gjaldþrot IT Factory um að vera hið stærsta í Danmörku á síðustu árum.

Talið er að verðmæti eigna í þrotabúinu upp í þessar kröfur nemi um 97 milljónum danskra kr. eða ríflega 10% af kröfunum. Þar á meðal eru kröfur á hendur ferðaskrifstofum og samstarfsaðilum.

Skiptastjórar þrotabúsins reikna með að heildardæmið muni liggja ljóst fyrir í febrúar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×