Innlent

RÚV þaggar ekki niður í nýjum framboðum

Ingólfur Bjarni Sigfússon, varafréttastjóri Ríkisútvarpsins.
Ingólfur Bjarni Sigfússon, varafréttastjóri Ríkisútvarpsins. Mynd/GVA
Ingólfur Bjarni Sigfússon, varafréttastjóri Ríkisútvarpsins, segir yfirlýsingu Borgarahreyfingarinnar þar sem harðlega er mótmælt að hætt hafi verið við gjaldfrjálsar sjónvarpskynningar sé ekki einungis misvísandi heldur beinlínis röng. Tölvusamsamskipti hans og framkvæmdastjóra Borgarahreyfingarinnar beri það glögglega með sér.

Fram kom í tilkynningu frá Borgarahreyfingunni í dag að Ríkisútvarpið hafi hætt við að útdeila framboðum til Alþingis tíu mínútuna gjaldfrjálsum útsendingartíma í Sjónvarpinu. Sú ákvörðun hafi verið tekin af því að meirihluti stjórnmálaflokkanna hafi ekki viljað notfæra sér gjaldfrjálsa útsendingu. Í framhaldinu sendi Borgarahreyfingin útvarpsstjóra og menntamálaráðherra bréf vegna málsins þar sem ákvörðunin er fordæmd. Að mati hreyfingarinnar þaggar flokkakerfið niður í nýjum framboðum.

Í tilkynningu frá Ingólfi Bjarna kemur fram að aldrei hafi staðið til að þingframboð fengju gjaldfrjálsa kynningu í Sjónavarpinu. Þegar tvö framboð óskuðu eftir slíkri kynningu hafi Ríkisútvarpið kannað áhuga allra framboða á slíkri kynningu.

„Skýrt var tekið fram í tölvubréfi vegna þessa, að kynningar af þessu tagi yrðu einungis settar á dagskrá reyndist áhugi hjá meirihluta framboða. Svo reyndist ekki vera," segir Ingólfur Bjarni.




Tengdar fréttir

Þaggað niður í nýjum framboðum

Borgarahreyfingin mótmælir harðlega að hætt hafi verið við gjaldfrjálsar sjónvarpskynningar í Ríkissjónvarpinu. Af því tilefni hefur hreyfingin sent Páli Magnússyni, útvarpsstjóra, og Katrínu Jakobsdóttur, menntamálaráðherra, bréf þar sem ákvörðunin er fordæmd. Borgarahreyfingin segir að flokkakerfið þaggi niður í nýjum framboðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×