Glover: Ætti að geta spilað svona í hverri viku Ómar Þorgeirsson skrifar 22. júní 2009 21:00 Lucas Glover. Nordic photos/AFP Bandaríkjamaðurinn Lucas Glover náði að standa af sér áhlaup frá reynsluboltunum Phil Mickelson og David Duval á lokahringnum á Opna-bandaríska meistaramótinu á Bethpage Black-vellinum og vann frækinn sigur í dag. Hinn 29 ára Glover var á átta höggum undir pari fyrir lokahringinn sem hann spilaði á 73 höggum en það dugði til sigurs. „Þetta var spurning um þolinmæði í dag. Völlurinn er skemmtilegur en erfiður og lét okkur alla finna vel fyrir því," segir Glover. Besti árangur Glover fyrir sigurinn var þegar hann deildi tuttugasta sætinu á Masters-mótinu árið 2007 og því var kylfingurinn að taka stórt skref. „Fyrst að ég vann þetta stórmót þá ætti ég að geta spilað svona í hverri viku. Þetta gefur mér í það minnsta mikið sjálfstraust upp á framhaldið að gera," segir Glover. Ricky Barnes, David Duval og Phil Mickelson deildu öðru sætinu í mótinu en þetta var í fimmta skiptið sem að Mickelson, eða „Lefty" eins og hann er stundum kallaður, varð að sætta sig við annað sætið á Opna-bandaríska meistaramótinu. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Lucas Glover náði að standa af sér áhlaup frá reynsluboltunum Phil Mickelson og David Duval á lokahringnum á Opna-bandaríska meistaramótinu á Bethpage Black-vellinum og vann frækinn sigur í dag. Hinn 29 ára Glover var á átta höggum undir pari fyrir lokahringinn sem hann spilaði á 73 höggum en það dugði til sigurs. „Þetta var spurning um þolinmæði í dag. Völlurinn er skemmtilegur en erfiður og lét okkur alla finna vel fyrir því," segir Glover. Besti árangur Glover fyrir sigurinn var þegar hann deildi tuttugasta sætinu á Masters-mótinu árið 2007 og því var kylfingurinn að taka stórt skref. „Fyrst að ég vann þetta stórmót þá ætti ég að geta spilað svona í hverri viku. Þetta gefur mér í það minnsta mikið sjálfstraust upp á framhaldið að gera," segir Glover. Ricky Barnes, David Duval og Phil Mickelson deildu öðru sætinu í mótinu en þetta var í fimmta skiptið sem að Mickelson, eða „Lefty" eins og hann er stundum kallaður, varð að sætta sig við annað sætið á Opna-bandaríska meistaramótinu.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira