Innlent

Björn sammála Evrópunefndinni

Björn Bjarnason, þingmaður og fyrrum ráðherra.
Björn Bjarnason, þingmaður og fyrrum ráðherra.
„Ég er almennt þeirra skoðunar að efna beri til tveggja þjóðaratkvæðagreiðslna," sagði Björn Bjarnason í umræðum um skýrslu Evrópunefndar Sjálfstæðsflokksins á landsfundi flokksins í dag.

Megin niðurstaða Evrópunefndar flokksins er sú að ganga eigi til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um hvort Ísland eigi að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið.

Björn sagði að með tillögunni væri komið til móts við ólík sjónarmið innan flokksins. Markmiðið væri að leita að sameiginlegri niðurstöðu sem væri trúðverðug og horfi til framtíðar. Björn sagði að mikið væri í húfi og að umsókn yrði ekki lögð fram nema að vandlega skoðuðu máli.

Björn sagði að vel væri hægt að ræða við Evrópusambandið um gjaldeyrismál og upptöku nýs gjaldmiðils. Það væri þvermóðska að halda öðru fram.


Tengdar fréttir

Sjálfstæðismenn vilja þjóðaratkvæði um aðildarviðræður

Megin niðurstaða Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins er sú að ganga eigi til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um hvort Ísland eigi að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Kristján Þór Júlíusson kynnti í dag niðurstöður nedndarinnar sem starfað hefur síðan í nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×