Fótbolti

Mourinho segir að Manchester geti unnið fimmuna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho, þjálfari Inter Milan, kallar inn á völlinn í gær.
Jose Mourinho, þjálfari Inter Milan, kallar inn á völlinn í gær. Mynd/GettyImages

Jose Mourinho, þjálfari Inter Milan, sagði eftir tapið fyrir Manchester United í Meistaradeildinni í gær að United gæti unnið fimmfalt í vetur.

Manchester hefur þegar unnið Heimsbikar félagsliða og enska deildarbikarinn en auk þessa er United-liðið með örugga forustu í ensku deildinni, komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar og í undanúrslit enska bikarsins.

„Þeir hafa reynsluna, getuna, frábært líkamlegt form og ákefðina til að vinna allt. Þess vegna eru þeir ríkjandi Evrópumeistarar og þess vegna geta þeir unnið alla fimm bikarana," sagði Mourinho.

„United-liðið hefur verið í mótun í fimm ár. Þeir eru nánast með sama lið og þegar ég var að stjórna Chelsea nema að Dimitar Berbatov er nýr. Þeir voru þá með ungt lið en ekki lengur," sagði Mourinho og bætti við.

„Þeir eru með frábært lið og sýndu okkur af hverju þeir eru Evrópumeistarar."












Fleiri fréttir

Sjá meira


×