Körfubolti

Hörður Axel: Getum komist í magnaða stöðu

Elvar Geir Magnússon skrifar

„Þetta voru tvö hörkulið að spila og maður vissi að þetta yrði hörkuleikur," sagði Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, eftir góðan sigur hans liðs á Grindavík í kvöld.

Hörður var stigahæstur hjá Keflavík með 22 stig en mikil spenna var í lokin og mistókst Páli Axeli Vilbergssyni að setja niður þrist og jafna metin þegar fimm sekúndur voru eftir. Keflavík vann á endanum 97-89.

„Ég held að allir áhorfendur hafi fengið eitthvað fyrir sinn snúð hér í kvöld. Við náðum 20 stiga forskoti en það er ekkert lið að fara að vinna Grindavík með þeim mun. Þeir eru með hörkulið og vel mannaðir í öllum stöðum," sagði Hörður.

Með sigrinum komst Keflavík upp að hlið Njarðvíkinga sem eiga leik inni. „Við eigum Njarðvík og KR í næstu leikjum og ef við vinnum þá erum við í magnaðri stöðu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×