Misheppnað upphafshögg Murray sendi konu á spítala Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. apríl 2009 19:00 Murray kemst tæplega á PGA-mótaröðina á næstunni. Nordic Photos/Getty Images Gamanleikarinn Bill Murray átti líklega eitt versta upphafshögg golfsögunnar í dag. Murray, sem tekur þátt í móti þar sem atvinnumenn og frægt fólk spilar saman, hitti boltann svo illa í upphafshöggi sínu að hann fór af brautinni, yfir götu og inn í garð hjá saklausu fólki. Vildi ekki betur til en svo að boltinn fór beint í húsmóðirina á heimilinu sem var að fylgjast með mótinu úr garðinum sínum. Hún meiddist svo illa að það þurfti að flytja hana á spítala. „Ég sá ekki boltann almennilega og vissi ekki hvort hann var inn á braut eður ei. Svo kemur maður á bíl til mín og tjáir mér að ég hafi skotið í konu sem þess utan liggi óvíg eftir. Það er ekki skemmtileg reynsla og ætti að renna af flestum við slík tíðindi," sagði Murray sem fór og hitti konuna á spítalanum. „Hún var himinlifandi að hitta mig því hún sagðist hafa verið að reyna að sjá mig úr garðinum sínum. Maðurinn hennar var þess utan nýbúinn að óska þess að ég myndi slá boltanum í átt að þeim." Murray játaði síðar að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hann hitti áhorfanda við að spila gold. Golf Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Gamanleikarinn Bill Murray átti líklega eitt versta upphafshögg golfsögunnar í dag. Murray, sem tekur þátt í móti þar sem atvinnumenn og frægt fólk spilar saman, hitti boltann svo illa í upphafshöggi sínu að hann fór af brautinni, yfir götu og inn í garð hjá saklausu fólki. Vildi ekki betur til en svo að boltinn fór beint í húsmóðirina á heimilinu sem var að fylgjast með mótinu úr garðinum sínum. Hún meiddist svo illa að það þurfti að flytja hana á spítala. „Ég sá ekki boltann almennilega og vissi ekki hvort hann var inn á braut eður ei. Svo kemur maður á bíl til mín og tjáir mér að ég hafi skotið í konu sem þess utan liggi óvíg eftir. Það er ekki skemmtileg reynsla og ætti að renna af flestum við slík tíðindi," sagði Murray sem fór og hitti konuna á spítalanum. „Hún var himinlifandi að hitta mig því hún sagðist hafa verið að reyna að sjá mig úr garðinum sínum. Maðurinn hennar var þess utan nýbúinn að óska þess að ég myndi slá boltanum í átt að þeim." Murray játaði síðar að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hann hitti áhorfanda við að spila gold.
Golf Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira