KR og Grindavík leika til þrautar um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta annað kvöld. Staðan í einvíginu er 2-2 en þetta er í fyrsta skipti í tíu ár sem úrslitaeinvígið fer í oddaleik.
Síðast gerðist það árið 1999. Rétt eins og í ár mættust tvö efstu lið deildarinnar. Keflavík varð deildarmeistari en Njarðvík í öðru sætinu.
Þá mættust reyndar Grindavík og KR í úrslitakeppninni en Grindavík hafði þar betur, 2-0.
Úrslitaserían þróaðist þó ekki eins árið 1999 og í ár. Fyrst unnu liðin sinn hvorn útileikinn og svo sinn hvorn heimaleikinn.
Þá urðu Keflvíkingar Íslandsmeistarar, þeir tryggðu sér sigurinn í spennandi leik á heimavelli, 88-82.
Serían 1999
Keflavík 79-89 Njarðvík (0-1)
Njarðvík 98-98 Keflavík (1-1)
Keflavík 108-90 Njarðvík (2-1)
Njarðvík 91-72 Keflavík (2-2)
Keflavík 88-82 Njarðvík (3-2)
Serían 2009
KR 88-84 Grindavík (1-0)
Grindavík 100-88 KR (1-1)
KR 64-107 Grindavík (1-2)
Grindavík 83-94 KR (2-2)