Sport

Íslenska boðssundsveitin í áttunda sæti á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska boðssundsveitin.
Íslenska boðssundsveitin. Mynd/Ragnar Marteinsson
Íslenska boðssundsveitin hafnaði í áttunda sæti af tíu þjóðum í 4 x 50 metra skriðsundi á EM í stutti laug í Istanbul í Tyrklandi. Íslenska sveitin missti þær írsku fram úr sér á lokasprettinum en stelpurnar settu nýtt íslandsmet með því að synda á 1:42,88 mínútum.

Ragnheiður Ragnarsdóttir synti fyrsta sprett og var í sjötta sæti eftir fyrstu fimmtíu metrana eftir að hafa verið aðeins 3/100 hlutum frá því að jafna Íslandsmet sitt. Ragnheiður synti á 24,97 sekúndum. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, Hrafnhildur Lútersdóttir og Inga Elín Cryer tóku síðan við af henni og kláruðu þetta sögulega sund.

Gamla landsmetið var orðið fimm ára gamalt eða síðan að íslenska boðssundsveitin synti á 1:46,97 sekúndum í Vín 9. desember 2004. Stelpurnar bættu því metið um meira en fjórar sekúndur sem er mikil bæting.

Holland vann gull á nýju heimsmeti en sveitin synti á 1:33,25 mínútum. Svíar urðu í 2. sæti og Þjóðverjar fengu bronsið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×