Forstjórinn tekur poka sinn 24. janúar 2009 06:00 Forstjóri bandaríska fjárfestingabankans Merrill Lynch hefur verið sparkað vegna óráðsíu. Fréttablaðið/AFP Kenneth Lewis, forstjóri Bank of America, umsvifamesta banka Bandaríkjanna, sparkaði í vikunni John Thain, forstjóra fjárfestingabankans Merrill Lynch. Thain settist í forstjórastólinn fyrir rúmu ári þegar hrina forstjóraskipta gekk yfir bandarískan fjármálageira. Hann var áður forstjóri NYSE Euronext-kauphallarsamstæðunnar. Bank of America forðaði Merrill Lynch frá gjaldþroti í september og gengu kaup á bankanum í gegn um áramótin. Síðan þá hefur komið í ljós að staða Merrill Lynch er mun verri en talið var auk þess sem bankastjórnin hafi varið því fé sem hún sótti úr neyðarsjóði hins opinbera fyrir áramót í bónusgreiðslur til starfsmanna í desember. Þá bætti ekki úr skák að Merrill Lynch, sem nú er eining innan Bank of America, tapaði 15,4 milljörðum dala, tæpum tvö þúsund milljörðum króna, á fjórða ársfjórðungi. Bank of America neyddist í kjölfarið til að sækja sér fjármuni í neyðarsjóðinn. Þetta var kornið sem fyllti mælinn, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar. - jab Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Kenneth Lewis, forstjóri Bank of America, umsvifamesta banka Bandaríkjanna, sparkaði í vikunni John Thain, forstjóra fjárfestingabankans Merrill Lynch. Thain settist í forstjórastólinn fyrir rúmu ári þegar hrina forstjóraskipta gekk yfir bandarískan fjármálageira. Hann var áður forstjóri NYSE Euronext-kauphallarsamstæðunnar. Bank of America forðaði Merrill Lynch frá gjaldþroti í september og gengu kaup á bankanum í gegn um áramótin. Síðan þá hefur komið í ljós að staða Merrill Lynch er mun verri en talið var auk þess sem bankastjórnin hafi varið því fé sem hún sótti úr neyðarsjóði hins opinbera fyrir áramót í bónusgreiðslur til starfsmanna í desember. Þá bætti ekki úr skák að Merrill Lynch, sem nú er eining innan Bank of America, tapaði 15,4 milljörðum dala, tæpum tvö þúsund milljörðum króna, á fjórða ársfjórðungi. Bank of America neyddist í kjölfarið til að sækja sér fjármuni í neyðarsjóðinn. Þetta var kornið sem fyllti mælinn, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar. - jab
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira